Lítill umhverfisáhugi

Punktar

Skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir, að bandaríska þjóðin hefur ekki séð gegnum þær fullyrðingar róttækra hægri manna, að allt sé með felldu í umhverfismálum. Fréttir af hitnun jarðar og umsvifamiklum breytingum á veðurfari, þar með taldir fellibyljir, hafa ekki sett umhverfismál á oddinn í Bandaríkjunum eins og gerzt hefur í Evrópu. Raunar telja ofsatrúarmenn þar vestra, að Kristur sé í þann veginn að ganga aftur og óþarfi sé að passa upp á umhverfið í fyrirsjáanlegum Ragnarökum. Betra sé að magna stríð við trúvillinga Múhameðs spámanns.