Þúfur

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Skjaldabjarnarvík um Þúfur til Bjarnarfjarðar.

Þessi leið er líka kölluð Spónagata. Sæta verður sjávarföllum.

Þúfurnar eru þrír grasi vaxnir sandhólar. Sagan segir, að í neðsta hólnum sé skip Skjalda-Bjarnar, í miðhólnum séu gull hans og gersemar og að hann sé sjálfur heygður í efsta hólnum.

Förum frá Skjaldabjarnarvík með ströndinni austur í Þúfur. Síðan til suðurs um fjöru, kleifar og klettarið undir Rönd til Selvíkur og Skaufasels og áfram suðvestur undir fjallinu til Bjarnarfjarðar.

7,8 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta

Nálægar leiðir: Fossasdalsheiði, Reykjafjarðarháls, Miðstrandir, Drangajökull.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort