Snartartunguheiði

Frá Kleifum í Gilsfirði til Snartartungu í Bitrufirði.

Skemmtileg leið, en varasöm nálægt Kleifum, ef ekki er fylgt réttri slóð. Því er nauðsynlegt að kynna sér leiðina þar vel eða hafa kunnugan með í för. Að öðru leyti er hún þægileg yfirferðar.

Í gamla daga var oft farið til fjallagrasa á heiðina. Þjóðsögur segja frá huldufólki, sem hafði að plagsið að hnupla smáhlutum af grasafólki á fjalli. Förum frá Kleifum suður og upp Kleifar hjá Hafurskletti og ofan við Gullfoss upp á Snartartunguheiði. Hana förum við til suðausturs milli Lambavatns í austri og Grjótárlægða í vestri, og erum þar í 340 metra hæð. Förum síðan suðvestur um Torfalægðir niður í Norðdal, sunnan Eyrarfjalls og norðan Tungumúla. Förum austur Norðdal. Fyrir mynni dalsins er Snartartunga, þar sem mætast Norðdalur og Brunngilsdalur.

14,0 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Gaflfellsheiði, Krossárdalur.
Nálægar leiðir: Hölknaheiði, Steinadalsheiði, Vatnadalur.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Herforingjaráðskort