Steinadalsheiði

Frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði um Steinadalsheiði að Undralandi í Kollafirði.

Gamall bílvegur, áður fjölfarinn, en nú lítið notaður. Andrés Guðmundsson, sonur Guðmundar ríka, fór yfir Steinadalsheiði frá Felli í Kollafirði, þegar hann hertók Reykhóla frá þeim bræðrum Birni ríka Þorleifssyni og Einari Þorleifssyni.

Förum frá Gilsfjarðarbrekku. Stutt er að Kleifum, þangað sem leið liggur um Snartartunguheiði og önnur um Krossadal. Fylgjum þjóðvegi 69 alla leiðina um heiðina. Förum norður Brekkudal milli Brekkufjalls að vestan og Þverbrúnar að austan. Síðan norðaustur á Steinadalsheiði framhjá Heiðarvatni og svo norður Þórarinsdal og norðaustur Steinadal undir Nónfjalli að vestan. Dalurinn sveigir til austurs og endar við Undraland í Kollafirði milli bæjanna Stóra- og Litla-Fjarðarhorns.

15,1 km
Vestfirðir

Jeppafært

Nálægir ferlar: Krossárdalur, Bitruháls, Snartartunguheiði.
Nálægar leiðir: Vatnadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort