Þjóðleiðir

Löngufjörur

Frá Hjörsey á Mýrum að Arnarstapa á Snæfellsnesi.

Sjá að öðru leyti texta um einstakar leiðir á Löngufjörum: Hítará, Saltnesáll, Gamlaeyri, Haffjarðará, Haffjarðareyjar, Skógarnesfjörur, Straumfjarðará, Löngusker, Búðaós, Klettsgata.

Löngufjörur eru draumaland hestamanna, endalaus skeiðvöllur til allra átta, sums staðar láréttar leirur og annars staðar vægt hallandi sandfjara hvít eða gullin. Löngufjörur eru samheiti yfir margar reiðleiðir við norðvestanverðan Faxaflóa. Frá suðri til vesturs eru þær: Hjörsey, Akrar, Hítará, Saltnesáll, Gamlaeyri, Haffjarðará, Haffjarðareyjar, Skógarnesfjörur, Löngusker, Búðaós, Klettsgata. Engar reiðleiðir á Íslandi standast samjöfnuð við þessar. Skoðið hverja leið fyrir sig.

? km
Snæfellsnes-Dalir

Ekki fyrir göngufólk

Nálægir ferlar: Hjörsey, Akrar, Hítará, Saltnesáll, Gamlaeyri, Haffjarðará, Haffjarðareyjar, Skógarnesfjörur, Löngusker, Búðaós, Klettsgata.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Lækjarskógarfjörur

Frá Búðardal að Hamri í Hörðudal.

Að mestu leyti leirureið á fjöru að hætti Löngufjara. Í Hvammsfirði getur orðið sex metra munur á flóði og fjöru. Á fjöru verða hvort tveggja að skeiðvelli, hællinn og ilin á Hvammsfirði. Þótt skipgengt sé á flóði inn að Búðardal. Umhverfis Hvammsfjörð eru sögufrægar jarðir, einkum úr Sturlungu, Sauðafell, Snóksdalur, Eiríksstaðir, Höskuldsstaðir, Hjarðarholt, Hvammur, Laugar, Sælingsdalstunga og Staðarfell, en norðar eru Skarð og Staðarhóll. Sumar þeirra voru óðul Sturlunga.

Förum frá hesthúsahverfi við Búðardal reiðveg suður að Laxá í Dölum og síðan vestur með ánni norðanverðri niður í fjöru. Fylgjum fjörunni suður í Kambsnes, þar sem við förum suður yfir flugvöll og síðan suður í fjöruna vestan við Þorbergsstaði. Förum síðan beint suður yfir Hvammsfjörð, förum austan við Snóksdalshólma og Arnarhólma og að landi í óshólmum Miðár. Förum áfram suður með Hörðudalsá vestanverðri að þjóðvegi 54 um Skógarströnd. Beygjum með þeim vegi hálfan kílómetra til vesturs og síðan heimreið til suðurs að Hamri.

14,2 km
Snæfellsnes-Dalir

Ekki fyrir göngufólk

Nálægir ferlar: Rauðamelsheiði, Sópandaskarð, Skógarströnd, Miðdalir, Gaflfellsheiði.
Nálægar leiðir: Miðá.

Skrásetjari: Glaður, hestamannafélag
Heimild: Glaður, hestamannafélag

Lækjarskarð

Frá Brjánslæk í Vatnsfirði um Lækjarskarð í Hagavaðal á Barðaströnd.

Gömul þjóðleið.

Hrafna-Flóki Vilgerðarson byggði skála sinn á Flókagrund við Brjánslæk og má enn sjá ummerki þess mannvirkis. Hann missti búfénað sinn um veturinn vegna heyleysis í kjölfar óhóflegs veiðiáhuga og fluttist aftur af landi brott.

Förum frá Brjánslæk vestur og síðan vestnorðvestur og upp reiðgötu um sunnanverðan Hestmúla, í norðurenda Kikafells í 400 metra hæð og vestur um Draugagil. Síðan suðvestur Vaðalsdal niður í Vaðal í Hagavaðli.

9,1 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Lækjarheiði, Mjósund, Hagavaðall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Lækjarheiði

Frá Brjánslæk í Vatnsfirði um Krókavötn og Lækjarheiði til Trostansfjarðar í Arnarfirði.

Hrafna-Flóki Vilgerðarson byggði skála sinn á Flókagrund við Brjánslæk og má enn sjá ummerki þess mannvirkis. Hann missti búfénað sinn um veturinn vegna heyleysis í kjölfar óhóflegs veiðiáhuga og fluttist aftur af landi brott. Bratt er í Lækjarskarð og víða hrunið í götuslóðann. Gott útsýni er til Hornatáa og yfir Breiðafjörð af leiðinni upp í skarðið. Þegar komið er í Lækjarskarð sér vel yfir Arnarfjörð.

Förum frá Brjánslæk til norðvesturs um Jónsengi upp fyrir norðan Hestmúla og síðan vestur að Þverfelli. Þaðan til norðvesturs fyrir norðaustan Þverfell, austan við Búrfell og á Lækjarheiði austan við Krókavötn. Síðan norðnorðaustur um Lækjarskarð í 560 metra hæð. Síðan vestan við Hádegishnjúk norður um Gyrðisbrekkur niður Sunndal austan við Sunndalsá, í Trostansfjörð.

15,4 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Lækjarskarð, Geirþjófsfjörður, Breiðaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Lyklafell

Hliðarleið af Jórukleifarleið að Nesjavallavegi.

Förum af Jórukleifarleið austan Lyklafells á Mosfellsheiði. Stefnum ekki í áttina að Marardal, heldur norðar að Dyradal og Dyrafjöllum og komið aftur á Jórukleifarleið sunnan Nesjavallavegar.

12,5 km
Reykjavík-Reykjanes

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Lyngdalsheiði

Frá Skógarkoti í Þingvallasveit um Lyngdalsheiði til Þóroddsstaða í Grímsnesi.

Þetta er algeng leið í sleppitúrum frá Reykjavík til uppsveita Árnessýslu.

Þessa leið fór Jón biskup Vídalín frá Skálholti til Þingvalla og síðan áfram um Bláskógaheiði, þar sem hann varð bráðkvaddur í sæluhúsinu við Hallbjarnarvörður. Hann var á leið vestur á Staðastað til að jarðsyngja séra Þórð Jónsson. Leiðin Oddi-Skálholt-Þingvellir-Reykholt-Staðastaður var ein mest farni þjóðvegur landsins öldum saman.

Förum frá Skógarhólum stutta leið austur með Ármannsfelli að þverleið í hraungötu suður Sleðaáshraun. Um hana suðaustur í Hrauntún og þaðan suðvestur í Skógarkot. Þar byrjar þessi leið. Við förum suðaustur að Vellankötlu í Vatnskotsvík. Þaðan götuna áfram suðaustur yfir þjóðveg 361 að Gjábakka. Þaðan fylgir slóðin þjóðvegi 365 rúma þrjá kílómetra til austsuðausturs. Við Taglaflöt förum við á slóð suðaustur fyrir suðurenda Litla-Reyðarbarms og áfram suðaustur um norðausturhorn Lyngdalsheiðar. Við förum hjá Haustrúguvörðu rétt austan fjallaskálans í Kringlumýri. Áfram suðaustur um Biskupsbrekku, Biskupsvörðu, Beinvörðu og Áfangamýri. Síðan á Kirkjuvaði yfir Stangarlæk og suðaustur um Smalaskála að Apavatni milli Neðra-Apavatns og Þóroddsstaða.

13,2 km
Árnessýsla

Skálar:
Skógarhólar: N64 17.739 W21 04.807.

Nálægir ferlar: Bláskógaheiði, Kálfstindar. Nálægar leiðir: Selkotsvegur, Kóngsvegur, Leggjabrjótur, Gagnheiði, Eyfirðingavegur, Skógarkot, Hrafnabjörg, Búrfellsgötur, Dráttarhlíð, Biskupavegur, Bakkagötur, Eskidalsvað, Prestastígur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Lónsheiði

Frá Starmýri í Álftafirði um Lónsheiði að Össurá í Lóni.

Hér lá hringvegurinn fram til ársins 1981, þegar bílvegur með slitlagi var lagður um Hvalnes- og Þvottárskriður.

Förum frá Starmýri til suðurs austan við Grímshjalla, síðan vestur með Vatnshlíðarhnausum og suður á Lónsheiði í 400 metra hæð. Milli Hrossatinds og Geithamarstinds og suður með Víkurá í Lóni að þjóðvegi 1 við Össurá.

12,9 km
Skaftafellssýslur

Jeppafært

Nálægar leiðir: Hofsdalur, Flugustaðadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Lónafjörður

Frá Sópanda í Lónafirði með fjörum til Kvía í Lónafirði.

Sæta þarf sjávarföllum.
Gengið er eftir rifi, sem er 300 metra frá landi.

Förum frá Sópanda með fjörum alla leið. Við förum vestur og norður fyrir Einbúa í Miðkjós. Förum fjörur vestur í Rangala. Höldum áfram fjöruna suður og suðvestur að Kvíum.

13,0 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta

Nálægar leiðir: Fannalág, Sópandi, Snókarheiði, Rangalaskarð, Töfluskarð, Kvíafjall, Töfluskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Lokinhamrar

Frá Hrafnseyri í Arnarfirði út með ströndinni og inn Dýrafjörð að Þingeyri.

Hrikalegur jeppavegur í lóðréttum sjávarhömrum, berggöngum fjörubrimi og skriðum. Veldur oft skelfingu vegfarenda, en er í rauninni auðfarinn. Í Hrafnholunum má sjá í surtarbrandslögum leifar 14 milljón ára gamalla rauðviðartrjáa, sem uxu á heittempruðum tertier-tíma. Þar eru 85 cm breið tré, sem hafa verið 200 ára gömul, þegar hraun rann yfir þau. Á Hrafnseyri bjó Hrafn Sveinbjarnarson, einn af höfðingjum Sturlungaaldar og mestur læknir þess tíma, átti í deilum við Vatnsfirðinga og féll í bardaga á Hrafnseyri, sem þá hét Eyri. Jón Sigurðsson forseti fæddist á Hrafnseyri og ólst þar upp. Þar er nú safn til minningar um hann.

Förum frá Hrafnseyri vestur með strönd Arnarfjarðar, um Bauluhúsaskriður að Álftamýri. Síðan undir Veturlandafjalli um fjöru við Stapa og Skútabjörg undir hrikalegum Skeggja og um skriður að Lokinhömrum. Því næst vestur fyrir Tóarfjall að Dýrafirði um vitann í Svalvogum. Um Ófæruvík og fyrir Eyrarfjall, sumpart í þræðingi í Hrafnholunum á mjóum klettasillum með standbergi fyrir ofan og neðan. Síðan að Haukadal og með ströndinni að Búðardal.

40,9 km
Vestfirðir

Skálar:
Svalvogar: N65 54.396 W23 50.693.

Nálægar leiðir: Lokinhamraheiði, Álftamýrarheiði, Glámuheiði, Göngudalsskarð, Kvennaskarð, Hauksdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Lokinhamraheiði

Frá Lokinhömrum í Arnarfirði um Lokinhamraheiði að Húsatúni í Haukadal í Dýrafirði.

Erfið yfirferðar, brött beggja vegna.

Haukadalur er helzta sögusvið Gísla sögu Súrssonar. Hann bjó á Gíslahóli, þar sem enn eru tóftir. Innan við Lambadal eru Annmarkastaðir, þar sem Auðbjörg galdrakerling bjó. Yzt í dalnum er Seftjörn, þar sem háðir voru íshnattleikir í sögunni. Í fjörunni var einn helzti áningarstaður franskra fiskimanna á Vestfjarðamiðum.

Förum frá Lokinhömrum austur Lokinhamradal sunnanverðan undir Skeggja. Þaðan norðvestur um bratta sneiðinga upp á Lokinhamraheiði í 680 metra hæð. Heiðin er stutt, fimm-sex skref. Síðan strax í bröttum sneiðingum norðaustur og niður í Lambadal og áfram út í Haukadal. Þaðan norður að Húsatúni.

11,8 km
Vestfirðir

Erfitt fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Lokinhamrar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Loðmundarfjörður

Frá Bakkagerði í Borgarfirði eystra um Breiðuvík og Húsavík til Klyppstaðar í Loðmundarfirði.

Hér förum við um litskrúðugasta og eitt fegursta svæði landsins, um gróðursælar víkur og firði undir hvössum og litskrúðugum líparítfjöllum. Skrautlegastur er Hvítserkur úr ljósu flikrubergi. Hvítafjall er mikil ljósgrýtisdyngja. Loðmundarfjörður er einn elzti hluti landsins með bergtegundum, sem eru um tíu milljón ára gamlar. Við Breiðuvík er kennd hin sporöskjulagaða Breiðuvíkureldstöð, sem einkennist mikið af líparíti. Loðmundarfjörður og víkurnar norðan hans eru paradís jarðfræðinga. Þar eru einnig fágætar plöntur, svo sem skollakambur, þúsundblaðarós og þrílaufungur, bjöllulilja, baunagras og gullkollur. Svæðið er einn af Íslands mestu dýrgripum.

Förum frá þjóðveginum innan við Bakkagerði, þar sem hann liggur yfir brúna á Fjarðará. Þar liggur jeppaslóð til suðausturs á Þrándarhrygg. Við fylgjum henni að mestu leyti alla leið. Við höldum áfram suðaustur á Gagnheiði og förum þar í 470 metra hæð norðaustan við Marteinshnjúk. Leiðin liggur í sneiðingum upp í skarðið og úr því aftur niður í Breiðuvík. Þar er sæluhús. Förum síðan vestur dalinn upp með Víkurá, norður fyrir Hvítafjall og síðan með fjallinu að vestan. Þar förum við í sneiðingum upp á Víknaheiði og þar sunnan við Gæsavötn. Þar sveigir leiðin til suðurs og hækkar um Krossmela upp að Hvítserk að vestanverðu og síðan um Húsavíkurheiði suður fyrir fjallið, þar sem við náum 480 metra hæð. Förum austur og niður Vetrarbrekkur í Gunnhildardal, þar sem við höldum til suðurs og niður í Húsavík. Síðan austur að sjó að eyðibýlinu Húsavík. Förum svo aftur vestur dalinn að sæluhúsinu og höldum frá dalbotninum suður á Nesháls milli Nónfjalls að austan og Skælings að vestan. Þar náum við 440 metra hæð. Förum svo í sneiðingum niður í Loðmundarfjörð og förum þar vestur með ströndinni sunnan undir Grjótbrún og Stakkhömrum. Þegar komið er inn undir Stakkahlíð, sveigir vegurinn til suðurs og síðan aftur til vesturs að gistikofanum á Klyppstað.

39,3 km
Austfirðir

Skálar:
Breiðavík: N65 27.830 W13 40.286.
Húsavík: N65 23.716 W13 44.160.
Klyppstaður: N65 21.867 W13 54.051.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Kjólsvík, Norðdalsskarð, Tó, Hjálmárdalsheiði, Kækjuskörð, Dalsvarp, Dyrfjöll, Borgarnes, Kjólsvíkurvarp.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Ljótsstaðir

Frá Birningsstöðum í Laxárdal um Ljótsstaði að Másvatni í Reykjadal.

Förum frá Birningsstöðum suður Laxárdal vestan ár um Þverá og Auðnir að Ljótsstöðum. Við förum vestur yfir Ljótsstaðahall á þjóðveg 1 við Máskot við Másvatn.

17,0 km
Þingeyjarsýslur

Jeppafært

Nálægir ferlar: Nafarvað.
Nálægar leiðir: Þegjandadalur, Hrossanúpar, Pennaflötur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Ljótarstaðaheiði

Frá Gröf í Skaftártungu um Ljótarstaðaheiði að Fjallabaksleið syðri við Hólmsá.

Förum frá Gröf og fylgjum þjóðvegi F210 alla leið. Fyrst norðvestur að Ljótarstöðum og Snæbýli. Síðan vestsuðvestur á Snæbýlisheiði og þaðan norður á Ljótarstaðaheiði. Norður um Langaháls og Syðri-Tjaldgilsháls og norðvestur að Draumadal. Þaðan norðvestur að mótum þjóðvegar F233 um Mælifellssand milli fjallaskálanna í Hólaskjóli og Hvanngili.

23,4 km
Skaftafellssýslur

Jeppafært

Nálægir ferlar: Mælifellssandur, Hólaskjól.
Nálægar leiðir: Flosavegur, Hólmsá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Ljósavatnsskarð

Frá Hallgilsstöðum um Ljósavatnsskarð að Ljósavatni.

Sigríðarstaðaskógur er nánast ósnortinn náttúruskógur.

Förum frá Hallgilsstöðum suðaustur um Ljósavatnsskarð að norðanverðu. Undir Fornastaðafjalli og um Sigríðarstaðaskóg, að Ljósavatni við þjóðveg 1 í Ljósavatnsskarði.

11,6 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Fnjóskadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Litlisjór

Frá Jökulheimaleið í Veiðivötnum um Litlasjó á Grænavatnsleið.

Á nat.is segir svo um Litlasjó: “Þetta stóra vatn var fisklaust frá náttúrunnar hendi og mikil ætisframleiðsla þess nýttist ekki fyrr en urriðaklak var sett í það upp úr 1965. Talið var að urriðinn yrði sjálfbær og klaki var ekki haldið við. Svo fór að fiskurinn óx úr sér og dó út. Þegar það varð ljóst, voru reglulegar sleppingar seiða hafnar og nú vaxa þar upp reglulegir árgangar. Hegðun fisksins í vatninu er sérkennileg fyrir það, að hann heldur sig í torfum á stöðli nærri þeim stað, sem honum var sleppt. Veiðimenn hafa lært að ganga að honum þar og veiða með botnlegubeitu eða spún. Veiðiböðlar hafa notað bílljós til að moka þessum fiski upp úr stöðlum með spúnum í myrkri síðsumars við lok veiðitímans. Á tökutíma syndir fiskurinn nokkuð meðfram ströndum í ætisleit og veiðist gjarnan við áveðursbakka.

Byrjum á Jökulheimaleið í Veiðivötnum vestan Hraunvatna. Förum suður að Litlasjó og meðfram honum að vestanverðu. Síðan um Gjána að Grænavatnsleið á Miðmorgunsöldu.

9,9 km
Rangárvallasýsla

Jeppafært

Nálægir ferlar: Jökulheimar.
Nálægar leiðir: Grænavatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort