Ljótarstaðaheiði

Frá Gröf í Skaftártungu um Ljótarstaðaheiði að Fjallabaksleið syðri við Hólmsá.

Förum frá Gröf og fylgjum þjóðvegi F210 alla leið. Fyrst norðvestur að Ljótarstöðum og Snæbýli. Síðan vestsuðvestur á Snæbýlisheiði og þaðan norður á Ljótarstaðaheiði. Norður um Langaháls og Syðri-Tjaldgilsháls og norðvestur að Draumadal. Þaðan norðvestur að mótum þjóðvegar F233 um Mælifellssand milli fjallaskálanna í Hólaskjóli og Hvanngili.

23,4 km
Skaftafellssýslur

Jeppafært

Nálægir ferlar: Mælifellssandur, Hólaskjól.
Nálægar leiðir: Flosavegur, Hólmsá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson