Lónsheiði

Frá Starmýri í Álftafirði um Lónsheiði að Össurá í Lóni.

Hér lá hringvegurinn fram til ársins 1981, þegar bílvegur með slitlagi var lagður um Hvalnes- og Þvottárskriður.

Förum frá Starmýri til suðurs austan við Grímshjalla, síðan vestur með Vatnshlíðarhnausum og suður á Lónsheiði í 400 metra hæð. Milli Hrossatinds og Geithamarstinds og suður með Víkurá í Lóni að þjóðvegi 1 við Össurá.

12,9 km
Skaftafellssýslur

Jeppafært

Nálægar leiðir: Hofsdalur, Flugustaðadalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort