Búrfellsheiði

Frá Fjallalækjarseli í Þistilfirði um Búrfellsheiði að Álandstunguleið við Foss suðaustan Búrfells.

Ein stærsta gróna heiði landsins umhverfis Búrfell, sem stendur eitt sér á miðri heiði. Mýrlend heiði í 200-300 metra hæð, þakin vötnum og tjörnum með mýrum og mólendi á milli. Hún er beitiland Öxarfjarðar, Hólsfjalla og Þistilfjarðar, landsins bezta sauðfjárland.  Fyrrum voru nokkur býli á heiðinni. Um hana renna ýmsar ár, Svalbarðsá, Sandá, Hölkná, Laxá og Hafralónsá þeirra þekktastar.

Förum frá Fjallalækjarseli suður með Kvígindisfellum að austanverðu. Síðan til suðvesturs milli Svalbarðsnúps að vestanverðu og Balafells að austanverðu. Förum suðvestur fyrir Hlíðarhorn og austur fyrir Stóra-Mosfell langleiðina að Búrfelli. Þar sveigjum við til suðurs fyrir austan Búrfell og komum við eyðibýlið Foss á slóð norðvestan um Álandstungu. Sú slóð liggur suðsuðvestur að Grímsstöðum á Fjöllum.

23,7 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Álandstunga.
Nálægar leiðir: Sléttuvegur, Ferðamannavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson og Herforingjaráðskort