Draugagrund

Frá fjallaskálanum á Hólasandi um Draugagrund að Námafjalli við Mývatn.

Leiðin varð til við rannsóknir á jarðhita í Gjástykki. Hún liggur norður og austur fyrir Gæsafjöll og síðan suður að Kröflu. Gígaröð Leirhnjúks gaus í Mývatnseldum 1725-1729. Álma úr hrauninu rann út í Mývatn vestan Reykjahlíðar. Hraunið hlífði gömlu kirkjunni, sem sést enn í hraunjaðrinum.

Byrjum við sæluhúsið við þjóðveg 87 á Hólasandi. Rétt norðan skálans er jeppaslóð til norðausturs. Við fylgjum þeirri slóð norðaustur um Hraunsöldu í Randir. Síðan jeppaleið til austurs norður fyrir Gæsafjöll um Draugagrund og áfram austur að slóð, sem liggur til suðurs um Gjástykki. Við förum suður þá slóð um Sandmúla og Víti að Kröflustöð og þaðan með veginum áfram suður að þjóðvegi 1 hjá Hverarönd við Námaskarð.

31,5 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Hólasandur: N65 44.167 W17 06.397.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Þeistareykir, Péturskirkja.
Nálægar leiðir: Randir, Hrútafjöll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort