Dettifossvegur syðri

Frá Mývatnsöræfum til Kelduhverfis framhjá þjóðgarðinum við Jökulsárgljúfur.

Þetta er gamli bílvegurinn með Jökulsá á Fjöllum vestanverðri. Nú er verið að gera nýjan bílveg.

Um Dettifoss segir Wikipedia: “Dettifoss er aflmesti foss Íslands. Hann er 44 m hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Hann er hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og er skilgreindur sem náttúruvætti samkvæmt Umhverfisstofnun. Nálægt honum eru tveir miklir fossar, Hafragilsfoss neðan hans, en Selfoss ofar í ánni.” Dettifoss er stórfenglegasti foss landsins og aflmesti foss Evrópu. Meðalrennsli Jökulsár við Dettifoss er 193 rúmmetrar á sekúndu en í flóðum fer það upp undir 600 rúmmetra á sekúndu. Dettifoss skásker Jökulsá þannig að sjónarhornið er ólíkt eftir því hvar er að honum. Af vesturbakkanum sést hin mikla breidd betur.

Byrjum við mót þjóðvegar 1 og gamla Dettifossvegar F862 á Mývatnsöræfum. Förum með gamla Dettifossvegi alla leið. Fyrst norður Austaribrekku austan við Brekkuás. Áfram norður og framhjá afleggjara austur að Dettifossi. Þegar vð nálgumst Hólmatungur sveigir vegurinn til vesturs og vestur fyrir Svínadal og Vesturdal. Við förum áfram norður að Tóarveg og beygjum eftir honum austur á þjóðveg 85 vestan Ásbyrgis.

18,2 km
Þingeyjarsýslur

Jeppafært

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort