Þverárbugar

Frá þjóðvegi 50 við afleggjara að Hamraendum í Stafholtstungum um Þverárbuga að þjóðvegi 522 við Hjarðarholt.

Förum frá þjóðvegi 50 suðaustur að Þverá og meðfram ánni, unz við erum andspænis Neðra-Nesi. Förum þar á vaði yfir ána og síðan bugana upp með ánni að austanverðu. Þegar við komum að veiðivegi að Hvítá, förum við norður yfir Þverá og með henni að austanverðu að þjóðvegi 50. Þar förum við á brú austur yfir ána og síðan norður með ánni austanverðri og loks vestanverðri að þjóðvegi 522 við Hjarðarholt.

13,7 km
Borgarfjörður-Mýrar

Erfitt fyrir göngufólk

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH