Tandrasel

Frá mótum þjóðvegar 1 og Valbjarnarvallarvegar um Tandrasel að Torfhvalastöðum við Langavatn.

Förum frá þjóðvegi 1 með jeppavegi merktum Valbjarnarvöllum. Förum norður eftir vegi 553 með Gljúfurá að vestanverðu um eyðibýlið Tandrasel að Þinghól og Grísatungu. Síðan áfram norður eftir veginum vestan við Brúnavatn og síðan norðvestur fyrir Staðarhnjúk á Beilárvelli og meðfram Langavatni að fjallaskálanum á Torfhvalastöðum.

17,2 km
Borgarfjörður-Mýrar

Jeppafært

Nálægir ferlar: Jafnaskarð, Hábrekknavað, Sópandaskarð.
Nálægar leiðir: Skarðheiðarvegur, Klif.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH