Urriðaá

Frá Selborgum á Mýrum meðfram Urriðaá til Kolviðarhóls á Mýrum.

Byrjum við þjóðveg 54 austan Selborga. Förum þverleið suðsuðvestur og niður með Urriðaá, að Smiðjuhól. Þaðan til vesturs fyrir norðan Seltjarnir. Síðan til suðsuðvesturs fyrir vestan Merartjörn og austan Eiríksstaðavatns. Um eyðibýlið Smiðjuhólsveggi norðan við Hólsvatn og síðan suður með Hólsvatni að austanverðu að vegi 533 við Kolviðarhól.

11,9 km
Snæfellsnes-Mýrar

Nálægar leiðir: Æðarvatn, Álftanes.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort