5150 Mohatas Gandhi

5150

Mohatas Gandhi

Heil persóna
Persóna þín hefur áhrif á, hvort þú ánetjast fíkn í efni eða hegðun.
Heil persóna þarf marga þætti:
Líkamlegt, félagslegt og sálrænt öryggi. Traust. Ást. Vitund um mörk hegðunar.

Hæfni til samskipta. Heiðarleiki. Athygli. Örvun. Hefðir. Staðfestingar umheimsins á hegðun þinni. Samhugur.
* Vanti eitthvað af þessu eða einkum margt af þessu, er líklegt, að þú sért fíkinn.

Sumpart frá uppvextinum og sumpart frá síðari tíma.
Aðferðir við að draga úr og lækna matarfíkn hljóta að fela í sér viðleitni til að breyta persónu þinni til betri vegar.
* Þar getum við lært góða lexíu af spekingnum Gandhi.

Mohatas Gandhi
Mohatas Gandhi setti sér jákvæð markmið að stefna að, ekki neikvætt bann.
* Hann ákvað að forðast ýmsa hegðun, en bannaði sér hana ekki.
* Taldi þetta líklegra til árangurs.

Þetta stríðir gegn vestrænum siðakerfum, sem segja:
“Þú skalt ekki …”.
* Óvirkir matarfíklar vilja eins og Gandhi þróa með sér jákvæðar venjur.
* Þú framkvæmir eigin vilja þinn, en lýtur ekki banni við fíkn.

* Fráhald verður þá sinn eigin verðlaunapeningur.
* Þú einblínir ekki á eitruð efni eða eitraða hegðun fíknarinnar, því að þá heldur fíknin áfram að stjórna þér.
* Þú stundar framvegis ekki ofát, því að þú vilt ekkert ofát.

Nei er aldrei nóg
* Óvirkur matarfíkill stundar framvegis ekki ofát, því að hann vill framvegis ekki stunda ofát.
* Þetta er mikilvæg setning, sem ég skildi ekki árum saman.

* Loksins þegar ég skynjaði hana, skildi ég, hvað við er átt.
* Hún felur í sér jákvæð viðhorf til verkefnisins í stað lista yfir það, sem bannað er.
* Fíklar eru oft stressaðir og taugaveiklaðir og þurfa að læra yfirvegun og rósemi.

* Í stað þess að einblína á markmiðið horfir þú á ferlið að markmiðinu og lærir að njóta þess.
* Þannig verður bataferlið að jafnvígri nautn og fíknin var þér áður.
* Að segja nei er aldrei nóg, ekki einu sinni nóg til að segja nei.

Fráhvarf frá fíknum
* Ef við fylgjum vinnubrögðum Gandhi erum við til dæmis ekki að skipta einni fíkn út fyrir aðra.
* Það er skjóta leiðin, sem margir fara.

Hún kemur að vísu að gagni, því að nýja fíknin er ekki banvæn eða ekki eins hættuleg og hin fyrri.
En samkvæmt Gandhi er betra að hverfa frá fíknum yfirleitt, frá öllum fíknum.
Þar fæst raunverulegt frelsi, sem lyftir þér frá öllum vanda fíknar á ótal sviðum.

Þetta er sérstaklega mikilvægt matarfíklum, því að þeir búa við fjölþætta fíkn.
* Með frelsi að hætti Gandhi hættir þú að hafa áhyggjur af fíkn.
* Hún kemur þér ekki lengur við.
* Hún er bara farin burt. Bless.

Erfiðislaust fráhald
Þegar þú hefur náð hlutleysi Gandhi gagnvart vandanum, þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af aðstæðum eða uppákomum.
Þú syndir í friði gegnum kökuboð frænkunnar og jólahlaðborð fyrirtækisins.

* Ekkert af þessu snertir þig, því að þú ert hættur að hlaupa eftir fíknum.
* Þetta erfiðislausa ferli er ólíkt grjóthörðum vilja margra fíkla, sem spenna sig upp.
* Því meira, sem þeir puða, þeim mun illskeyttari verður fíknin.

* Að lokum bresta þeir eins og tré.
* Létta leiðin ljúfa felur hins vegar í sér, að fíkninni er aldrei hleypt inn í samtal óvirka fíkilsins við sjálfan sig.
* Fíknin er látin sigla sinn sjó.

Fyrirmyndin:
Mohatas
Gandhi