5135 Langir bannlistar

5135

Langir bannlistar

Þetta er ekki matarkúr
* Ofþyngd og offita eru ekki sjálft vandamálið, heldur afleiðing þess.
* Kúrar, “diets” reyna yfirleitt að fást við þessa afleiðingu.
* Hér í þessari röð fyrirlestra er þyngdin ekki aðalmálið.

Hér er reynt að sporna við grundvellinum, sjálfri matarfíkninni.
* Með því að ná tökum á fíkninni átt þú að geta öðlazt betra líf.
* Hugsaðu um það eitt, ekki um kílóin.
* Það kemur svo í ljós sem eins konar bónus, að kílóin renna af þér.

* Með því að ráðast að orsökinni leysir þú afleiðinguna.
* Ef þú réðist á afleiðinguna, leysir þú ekki orsökina.
* Þess vegna er þessi bók ekki enn einn matarkúrinn, heldur leið okkar til frelsis. Leið í hugarró.

Einföld og flókin fíkn
* Munurinn á áfengisfíkn og fjölfíkn eins og matarfíkn er, að áfengisfíkn er einföld og leysist með því að hætta að drekka.
* Matarfíkn leysist ekki með því að hætta að borða.

* Matarfíkillinn þarf að skilgreina og sundurgreina matarfíkn sína.
* Þú þarft að finna, í hverju þín matarfíkn felst.
Samsetning fíknanna er misjöfn eftir fólki.
Ég er fyrst og fremst fíkinn í sykur, heldur minna fíkinn í hveiti og laus við fíkn í fitu.

Þú þarft að haga lífi þínu í samræmi við þína samsetningu fíkna.
Sumum mat verður þú algerlega að hafna, fara varlega í sumt annað og enn annað geturðu borðað áhyggjulaust.

Bannlistinn langi
Algengt er í Food Addicts Anonymous, að fólki sé bent á að strika alveg yfir ýmsar matartegundir.
Svo sem allar útgáfur af sykri:
* ávaxta-sykur, mjólkursykur, síróp, hunang, ávaxtasafi, maíssæta, gervisykur.

Einnig hvers konar mjöl, þar á meðal gróft hveitimjöl.
Þetta kann að henta sumum, en felur í sér töluverða afneitun.
Ég borða flest af þessu nema hvítt hveiti og viðbættan sykur.

Forðast hins vegar feitar útgáfur af mat, nota frekar létta AB-mjólk og kotasælu en venjulega AB-mjólk og venjulegan ost.
Ég drekk líka kakó, sem sumir forðast.
Áfengi er í öllum tilvikum varasamt.

Enn lengri listi
Nýlega sá ég enn lengri bannlista í FAO, byggðan á reynslu fíkla:
* Ekkert áfengi, kakó, súkkulaði, gervisykur, hnetur, koffein.
* Ekkert djúpsteikt, saltað, reykt.

* Ekki nasl, nammi, rjómaís, smjör, feitur ostur, bananar, fíkjur, döðlur, rúsínur.
* Enginn sykur, súkrósi, frúktósi, laktósi, dextrósi, malt, maltódextrósi, hunang, sýróp.
* Engar kökur, búðingar, kökur, kleinur.

* Ekkert hveiti, spaghetti, pítsur, núðlur, brauð.
Þetta er svakalega harður listi, sem fer langt fram úr því, sem ég hef nokkurn tíma þorað að prófa.
En hann hefur komið sumum að gagni og því er alls engin ástæða til að lasta hann.

Verra en alkóhólismi
Langi bannlistinn og lengsti bannlistinn hér að framan sýna okkur, að baráttan gegn ofáti hlýtur að vera erfiðari en barátta gegn ofdrykkju.

Þar er bara varist gegn einu eitri, alkóhóli,
en matarfíklar fást við miklu flóknara samspil margra efna.
Sumir næringarfræðingar vilja ekki einu sinni kalla sykur eitur, heldur bara ódýra næringu.
Þeir eru fjarri veruleika fíkla.

Fíklar hafa reynt fjölda kúra og ráða ekki neitt við neitt.
Ekki bara sykur er eitur fyrir ofætur, heldur hugsanlega einnig löng röð annarra efna.
* Alkóhólisti þarf bara að losna eitt eiturefni, en matarfíkill þarf að verjast á ótal sviðum.

Langir
bannlistar