5127 Erfiðar spurningar

5127

Erfiðar
 spurningar

Ferðu eftir reglunum?
Fæstir eru í upphafi sáttir við að skilgreina sig sem matarfíkla.
Mörgum finnst það vera yfirlýsing um aumingjaskap og ræfildóm.
Til að byrja með er ekki þörf á slíku.

* Þú ferð bara eftir ráðleggingum lækna um kaloríur og hreyfingu.
* Þú kemst smám saman að raun um, hvort þú ferð í raun eftir þeim til lengdar.
* Ef þú átt erfitt með að hemja átið, þá ertu ekki bara ofæta, heldur hömlulaus ofæta.

Farir þú yfir ráðlagðan dagskammt hvað eftir annað, þrátt fyrir góðan vilja, ertu líklega haldinn fíkn.
Skorti þig hemla, þarftu að skilgreina þig sem matarfíkil eða átfíkil.
Og haga þér í samræmi við það.

Ertu í rauninni fíkill?
Sumir eru ofætur án þess að vera fíklar.
* Þeim nægir líklega kaloríu-talning og matardagbók.
* Hinir þurfa líka að fara í OA, GSA eða FAA.
Þú getur metið stöðuna með því að svara nokkrum spurningum:

* Borðarðu mikið í einu?
* Borðarðu milli mála?
* Maularðu snakk framan við sjónvarpið?
* Borðarðu, þegar þú lendir í streitu?
* Geturðu hætt eftir eitt nammi?
* Klárarðu allan kexpakkann?
* Felurðu nammi?

* Reiðistu, ef einhver kemst í nammið þitt?
* Fyllistu stundum örvæntingu vegna ofþyngdar?
* Hefurðu reynt tvo eða fleiri matarkúra?
* Borðarðu í felum?
Ef þú svarar einhverju af þessu játandi, er líklegt, að þú sért fíkill.

Nærgöngular spurningar
Svaraðu fleiri spurningum:
* Hefurðu ítrekað farið á matarkúr og síðan þyngst aftur upp fyrir fyrri þyngd?
* Hefurðu ítrekað borðað meira en þú ætlaðir þér?

* Hefurðu notað hægðalosandi lyf til að léttast?
* Hefur ofát þitt haft áhrif á fjölskyldulífið eða vinnuna?
* Hefurðu farið í detox?
* Áttu safn af bókum um megrun?
* Hefurðu sótzt eftir að komast í matarhlaðborð eða jólahlaðborð?

* Hefurðu ælt til að geta borðað meira?
Ef þú svarar einhverri spurninganna játandi, er líklegt að þú sért matar-fíkill eða átfíkill.
Þú þarft þá að halda áfram í þessari fræðslu til að finna leiðir til lausna vandans.

Sjónhverfingar bila
Engin leið er að losna við kaloríur með sjónhverfingum.
Það, sem ekki nýtist líkamanum, leggst á hann sem fita. Samt eru kaloríur misgóðar. Vondar eru þær, sem koma úr fíkni-efnum á borð við sykur og hvítt hveiti

Ef fólk notar svengdaraukandi efni, er hætt við, að staðfestan bili.
Ekki nægir heldur að telja kaloríur,
* ef fólk svindlar á talningunni,
* fær sér meira en góðu hófi gegnir
* fer fram úr ráðlagðri neyzlu.

Vandinn felst í, að sumar kaloríur eru svengdaraukandi en aðrar síður.
Veldu mat, sem eykur ekki svengd.
Einföld leið að hæfilegri þyngd er að telja kaloríur rétt og að losa sig alveg við svengdaraukandi sykur og mjöl. Ef þú ræður við þetta.

Fíkniefni í fæðunni
Flokkun á sykri og hvítu hveiti í flokk fíkniefna byggist meira á reynslu en á vísindalegum rannsóknum.
Hvítt hveiti er fínmöluð verksmiðjuafurð, sem fer öðru vísi í meltinguna en gróft korn.

Það gæti verið skýringin á slæmri reynslu margra af ofáti á hvítu hveiti.
Almennt má reikna með, að gróf matvara sé hollari en fínunnin matvara.
Síðan segir reynslan mörgum að samþætting efna geti verið hættuleg, til dæmis hveiti, sykur og súkkulaði.

Það gæti verið skýringin á, að súkkulaðibita-smákökur eru höfuðfreisting sumra matarfíkla.
Ég gat étið pakka af slíkum kökum á hálftíma, en hafna þeim núna algerlega.

Svaraðu
erfiðum
spurningum