5131 Veikindi ágerast

5131

Veikindin ágerast

Sjúkdómurinn ágerist
Smám saman magnast matarfíknin eins og aðrar fíknir.
Hún verður hömlulaus og tekur á sig róttækari myndir.
Lífið verður æ gleðisnauðara, nema slegið sé á það með mat og meiri mat.

Þú ferð að éta upp úr pökkum, útblásinn maís, saltaðar kartöflustengur, rjómaís og svo framvegis.
Þú ferð út í búð eftir miðnætti til að kaupa meiri mat.
Þetta gerir þú helzt, þegar enginn sér til.
Þú byrjar að forðast annað fólk og þú einangrast í fíkn þinni.

Matarfíkn hagar sér eins og hver annar sjúkdómur, sem ágerist smám saman og endar oft í dauða.
Gegn þessu þarf róttækt viðnám á ýmsum sviðum í senn, sem lýst er í þessari röð fyrirlestra.

Líkamleg einkenni ágerast
Þegar sjúkdómurinn ágerist, fara líkamleg einkenni að koma til sögunnar.
Þér hrakar líkamlega.
Sykursýki, hjartasjúkdómar og krabbamein láta á sér kræla.

Matarfíklar verða viðkvæmir fyrir ýmsum banvænum sjúkdómum eins og öðrum sjúkdómum.
Dánarorsakir matarfíkla geta verið fjölbreyttar.
* Ljóst er, að ævilíkur hans verða mun minni en venjulegs fólks.
* Þannig er ofát orðið einn af aðalsjúkdómum nútímans.

* Allt stafar það af, að gangráður heilans virkar ekki.
* Hann segir þér ekki, hvenær nóg er komið af mat.
* Heimtar í þess stað meira og meira.
* Boðefni heilans virka rangt.
* Maximum ryður optimum burt.

Handan næringarfræðinnar
Hér hefur verið lýst fíkn, sem er utan valdsviðs skynseminnar, reynslunnar, þekkingarinnar.
Hún felur í sér eigingjarnt samlíf með hlut, það er að segja mat.

* Í myndina vantar samveru með öðru fólki og dýpri meiningu með tilveru okkar.
* Þess vegna dugar næringarfræðin ein ekki í baráttunni við offituna.
* Á villigötum er sú fræðigrein, sem segir, að sykur sé ódýr og hentug orka.

* Fræði eru fjarri veruleika fíkilsins, sem heldur matardagbók og skilur ekkert í, að hún leiðir ekki til hæfilegrar kjörþyngdar.
* Næringarfræðin tekur ekki tillit til fíknarinnar.
* Ein og sér leysa næringarvísindi ekki vandamál matarfíkla.

Þetta er dauðans alvara
Lausnin felst meðal annars í samveru með öðru fólki, sem er í svipaðri stöðu og getur stutt hvert annað.
Lausnin felst þó einkum í að ná innri friði í sálinni og losa um spennu, sem leiðir að þrá í mat.

* Líklegra er, að fíklar finni samveru og frið á vegum Overeaters Anonymous en í samskiptum við næringarfræðinga.
* Við erum nefnilega ekki að tala um ofát sem áhugavert umræðuefni fræðimanna, heldur dauðans alvöru fyrir fjölda manns.

En þegar við yfirgefum vísindin og förum yfir í heimspekina, verður öll leiðsögn umdeilanlegri.
Þar á meðal þessi, sem hér er veitt.
Þá byggjum við bara á óvísindalegum reynslusögum fíklanna.
Þið verðið að fyrirgefa mér það.

Valdaþrá og nautnaþrá
* Þú þarft að segja skilið við valdaþrá og nautnaþrá.
* Bjóða í staðinn velkomnar samfélagsþrá og skynjunarþrá.
* Það er leið fíkilsins til lækningar.

* Þú nærð ekki með handafli tökum á fíkninni, því að hún er sterkari en þú.
* Vald þitt yfir aðstæðum og fólki er ímyndun ein.
Þvert á móti þarftu að viðurkenna vanmátt þinn.
* Og nautnaþráin leiðir aðeins til eins endapunkts í harmi.

Á leiðarenda hennar kemur harmurinn og síðast nagandi óttinn.
Leitin að valdi og alsælu felur bara í sér stundargrið, en fljótt blasir aftur við þjáningin og svartnættið.
* Valdaþrá og nautnaþrá þurfa að víkja úr sessi.

Veikindin
ágerast