5123 Vísindi í Harvard

5123

Vísindi í Harvard

Einn kúrinn í langri röð
Gallinn við kaloríutalningu að hætti næringarfræði er, að fólk bilar.
Fer upp úr hámarkinu og fer að falsa bókhaldið.
Þegar falsaða bókhaldið hættir að virka, fyllist fólk vonleysi og gefst upp á aðhaldi í þyngd.

Þá er hætt við, að kaloríutalning verði bara enn einn kúrinn í langri röð vonlausrar baráttu við ofþyngd og offitu.
Þá kemur loksins að því, að fólk neyðist til að taka afstöðu til hugtaksins matarfíkn og átfíkn

* Um fíknir er lítið vitað úr vísindum.
Þær hafa hreinlega ekki verið rannsakaðar af neinu afli annars staðar en í Harvard.
* Og þær rannsóknir snúast um áfengi, ekki um mat.
* Við vitum ekki, hvort hægt er að yfirfæra niðurstöðurnar.

Áratugir í Harvard
* Bitastæðustu rannsóknir á fíknum voru gerðar í Harvard-háskóla yfir 65 ára tímabil frá 1930.
* Prófessor George E. Vaillant skrifaði um þær bækur árin 1983 og 1995.
Þær fjölluðu um alkóhólisma.

Við vitum ekki, að hve miklu leyti þær ná til matarfíknar.
Í stuttu máli leiddu þessar rannsóknir í ljós, að alkóhólismi er sjúkdómur í heilanum.
Þá var þetta viðurkennt sem sjúkdómur af bandarísku læknasamtökunum og af Alþjóða heilbrigðis-stofnun Sameinuðu þjóðanna.

Engar hliðstæðar rannsóknir hafa farið fram á matarfíkn, svo að enn er opið, hvort hún er raunverulega sjúkdómur í heilanum eða ekki
Allt sem ég segi um fíkn í þessum fyrirlestrum eru getgátur, byggðar á reynslu fólks utan rannsókna.

Lyfin finnast ekki
* Boðefnaskipti í heilanum virka ekki eðlilega í fíklum.
* Boðefnin eiga að segja okkur, hvenær sé komið nóg.
* En gera það ekki hjá sumum og þeir eru kallaðir fíklar.

* Matarfíklar halda áfram að borða, þótt þeir séu búnir að fá meira en nóg.
* Þeir fá sér aftur á diskinn og þeir fá sér mat milli mála.
* Smám saman blása þeir út eins og blöðrur. Það getur ekki talizt heilbrigt.

* Vísindamenn hafa reynt að búa til lyf, sem leiðrétta þessi boðefnaskipti, en það hefur ekki tekizt.
Fíklarnir halda áfram að þyngjast of mikið og þeim fjölgar ört sem þyngjast of mikið.
* Kannski finnast slík lyf, kannski ekki.

George E. Vaillant
George E. Vaillant prófessor í Har-vard telur alkóhólisma krónískan sjúkdóm.
* Verði ekki læknaður með því að kenna hófdrykkju.
* Algert fráhald sé brýnt.
* Fíknin sé að einhverju leyti ættgeng.

* Ekki sé hægt að lækna alkóhólista, en þeir geti sjálfir haldið fíkninni niðri.
Mestur árangur náist á fundum Alcoholics Anonymous.
* Hér verður að setja þann fyrirvara, að Vaillant talar um algert fráhald, sem er flóknara, þegar um mat er að ræða.
Ekki getur fólk hætt að borða.

* Spurningin fyrir matarfíkla er þá, hvort hægt sé að finna efni og hegðun, sem séu sambærileg við alkóhól.
Þá væri hægt að forðast það eitt.
* En málið er ekki svona einfalt. Matur er flóknari en áfengi, þegar talað er um fíkn.

Langur vegur vísinda
Eftir rannsóknirnar í Harvard eru flestir þeirrar skoðunar, að tólf spora kerfið sé bezta vörnin gegn áfengissýki.
En ekki er hægt að fullyrða það sama um ofát.

* Margir gagnrýna þó niðurstöðurnar í Harvard og segja árangurinn á því sviði vera takmarkaðan.
* Og þær snúist fyrst og fremst um einn vanda miðaldra, hvítra, kristinna karlmanna á austurströnd Bandaríkjanna.

Langur vegur er því frá þessum áfengisrannsóknum til vandræða matarfíkla, sem eru ekki miðaldra, kristnir karlmenn í Boston.
Þegar við ræðum um matarfíkn, er því takmarkað hald í niðurstöðum rannsókna Vaillants og félaga.
En samt er góð byrjun að vita af þeim.

Vísindi í
Harvard