5133 Lifðu í andartakinu

5133

Lifðu í andartakinu

Að lifa í andartakinu
* Þú nærð ekki stjórn á andartakinu, heldur verður þú að læra að lifa innan í því.
* Í erfiðleikum dagsins finnur þú meiningu tilverunnar.
* Þú fetar í átt til sannleikans.

* Gærdagurinn er farinn og kemur ekki aftur.
* Þú lifir í núinu og lætur morgundeginum eftir að leysa mál morgundagsins.
* Mataræði þitt er í lagi hér og nú.
* Þú getur í mesta lagi vonað, að svo verði til kvölds.

* Í fyrramálið tekurðu nýja ákvörðun um jafnvægi í mataræði.
* Þannig tekurðu einn dag í einu.
* Smám saman hliðrast persóna þín og þú færð hægt og bítandi nýja persónu.
* Sú persóna er í sátt við guð og menn, þráir hvorki vald né nautn.

Tólf spora kerfið
* Matarfíklar í bata viðurkenna van-mátt sinn og trúa á æðri mátt sam-félags OA og fela því að taka stjórn.
* Þeir stunda sjálfskönnun, bæta úr brestunum og biðja sinn æðri mátt um að frelsa sig frá þeim.

* Þeir skrá misgerðir sínar og gera yfirbót, þegar þeir geta komið því við.
* Þeir halda áfram að stunda sjálfsskoðun og stunda hugleiðslu.
* Þeir öðlast andlega vakningu og flytja boðskapinn áfram til hinna, sem eru að feta út á sömu braut.

* Þeir beita þessum aðferðum almennt í lífi sínu.
Þetta er í grófum dráttum inntak tólf spora kerfisins, sem fíklar á öllum sviðum nota til að fylgja eftir afturbata sínum.

Breyttu ferli og aðstæðum
Þú þarft að átta þig á, hvaða ferli og hvaða efni hvetja til fíknar.
Þú þarft að losa þig úr þessu ferli og þessum efnum.
* Geturðu til dæmis hætt að koma við á benzínstöðinni til að fá þér kleinupoka?

Geturðu hætt að mæta í árlega hnallþóruboðið?
* Finndu út, að hvaða leyti hegðun þín er hegðun fíkils.
Ertu að reyna að stjórna umhverfi þínu eða sækist þú eftir aðstæðum, þar sem matarnautnir ráða?

* Ertu með réttu vinina?
* Ertu í matarklúbbi og hver eru áhugamálin þar, samræmast þau fráhaldi þínu?
Með aðgát geturðu fækkað möguleikum á sukki og komið þér upp nýrri hegðun, nýjum vana, er hentar þér.

Ekki skammast þín
Ekki skammast þín og ekki finna til sektarkendar.
Það er ekki þér að kenna, að þú ert fíkill.
Boðefnaruglið í hausnum á þér er sjúkdómur, sem stafar ekki af heimsku, vanþekkingu eða illsku.

* Þú ert einfaldlega veikur eins og hver annar sjúklingur.
* Hins vegar berð þú einn alla og óskipta ábyrgð á að spila úr þeim kortum, sem þú hefur fengið.
* Það er á þína ábyrgð að takast á hendur að haga lífi þínu í samræmi við sjúkdóminn.

Allir sjúklingar þurfa að gera það, sá hjartveiki líka og krabbameins-sjúki.
En þú ert svo heppinn, að þegar þú nærð að halda sjúkdómnum í skefjum, þá ertu laus við alla vanlíðan og önnur sjúkdómseinkenni.
Margir eru miklu verr settir en matarfíkillinn.

Fráhaldið verður vani
Fráhaldið kemst í vana og nýr vani eflir fráhaldið.
* Þú venst á að fá þér annan morgunverð en beikon og egg.
* Þú venst því að fá þér gróft brauð í hádeginu og það í hófi.

Þú venst því að forðast hveitisúpur og hveitisósur með kvöldmatnum.
Þú venst því að fá þér epli í kaffitímanum frekar en vínarbrauð.
Þú áttar þig á að alls ekki er verra bragð að mat, sem þú velur, en að hinum, sem þú hafnar.

* Þú fækkar aðstæðum og ferli, sem eru utan hins hefðbundna, svo að þú mætir sjaldnar hættunni.
* Þetta er gott og rólegt líf með traustu sambandi við annað fólk og traustu sambandi við þinn æðri mátt.

Lifðu í
andartakinu