5126 Þrjár skammstafanir

5126

Þrjár skammstafanir

Ögrun þessarar bókar
* Höfundur fyrirlestra um ofþyngd og offitu þarf að átta sig á fjölbreytni vandans.
* Annars höfða ég bara til sumra þeirra, sem eiga við vandamálin að stríða, sumir mikið, aðrir minna.

* Mér gagnast til dæmis ekki að byggja bara á eigin reynslu, því að reynsla hinna getur verið önnur.
* Mín ögrun er að veita fræðslu um mataræði, sem kemur öllum að einhverju gagni og sem flestum að nægu gagni.

* Fyrirlestrarnir þurfa að gagnast fíknarlausum ofætum og líka hreinum fíklum og fíklum með ýmis afbrigði matarfíknar.
* Verkefnið er umfangsmeira en þeirra, sem skrifa um áfengisfíkn eða spilafíkn einar. Eða eru bara að selja nýjasta steinaldarkúrinn.

Ofát er margs konar
* Sumir grenna sig fyrir eða eftir jól, láta þar við sitja og það er nóg.
* Aðrir lifa í stöðugum hremm-ingum út af ofáti.
Þeir þurfa að gera meira í sínum málum en hinir, sem bara þurfa að leiðrétta kúrsinn.

* Á endanum lenda hömlulausar ofætur í Overeaters Anonymous, Food Addicts Anonymous eða Gray Sheet Anonymous með tólf spora kerfi batans.
* Illa afvegaleiddir ná þar stundum góðum árangri, sem gerir þeim kleift að lifa góðu lífi um langa tíð.

* Í þessari bók er fjallað um allan pakkann, allt frá leiðréttingum í mataræði yfir í stöðvun á hömlulausu ofáti matarfíkils.
*Þeir, sem telja sig ekki þurfa að læra um tólf spora samtök, jóga, trú eða hugleiðslu geta hætt að lesa hér. Þeim nægir það, sem þegar er sagt.

Aðstoð er sjálfshjálp
* Tólf spora kerfið kenndi mér, að góð leið til bata er að hjálpa öðrum við að ná árangri.
* Mér finnst ég hafa á löngum tíma náð vitund um leiðir til að halda mér frá ofáti.
* Ég tel líka, að það sem ég hef lesið um matarfíkn, sé margt gott, en eigi að síður ófullnægjandi.
* Yfirleitt skortir heildarmynd vandans.
* Höfundarnir líta á nokkrar eða margar hliðar hans, en hafa ekki næga yfirsýn til að koma að gagni.

Þessari röð fyrirlestra er ætlað að hafa þá yfirsýn.
Aftan við fyrirlestrana er skrá yfir bækur, sem koma að gagni á einstökum sviðum baráttunnar gegn matarfíkn.
Um leið efli ég eigin sjálfshjálp með bókinni.

Overeaters Anonmyous
Skömmu fyrir aldamótin kynntist ég
* Overeaters Anonymous
* Food Addicts Anonymous
* GraySheeters Anonymous.
Matarútgáfum af fíkniefnastefnu Alcoholics Anomyous.

* Hún byggist á, að sumir séu veikir fyrir fíkniefnum og muni helzt standast þau með því að hittast reglulega og bera saman bækurnar.
* Sameiginleg vörn sé drýgri en einstaklingsvörn.
* Æðri máttur sé í hópnum.

Úr því spruttu reglur byggðar á reynslu margra.
Til dæmis að borða reglulega þrisvar á dag og fá sér ekkert milli mála.
Að forðast fíkniefni á borð við sykur og hveiti.
Gallinn var, að nákvæmni mína skorti.
Þetta dugði mér í áratug, en ég sprakk þó að lokum.

Viðurkenndu vangetu
* Kjarni allra Anonymous aðferða við fíknir er tólf spora kerfið.
* Felur í sér, að fólk viðurkennir vangetu til að stýra lífi sínu.
* Felur bata sinn í hendur samfélags óvirkra fíkla.

* Gerir upp mistök fortíðar og mætir framtíðinni með hreint borð.
Orðið Anonymous felur í sér nafnleysi.
Fólk tekur þátt undir fornafni sínu einu og treystir því, að hinir fari ekki illa með trúnaðinn.

* Tólf spora kerfið var fyrst búið til fyrir alkóhólista, en er komið í notkun gegn tugum tegunda af fíknum.
* Er mikið notað gegn matarfíkn, en reynist þar þyngra í vöfum.
* Fíknirnar eru þar svo margar og flóknar.

Mundu þrjár
skammstafanir