5114 Freistingar og merkingar

5114

Freistingar og merkingar

Uppskriftir toppkokka
Tvær bækur hafa komið frá kokka-landsliðinu.
Það er skipað 25 kokkum, sem hafa unnið til verðlauna sem matreiðslumenn ársins um nokkurt árabil.
Fyrri bókin heitir EINFALT með kokkalandsliðinu.

Þar eru uppskriftir, sem eiga það sameiginlegt, að bara fjögur hráefni eru í hverjum rétti.
Síðari bókin er Eldum ÍSLENSKT með kokkalandsliðinu.
Með klassískum íslenzkum uppskriftum að íslenzkum mat.

* Eiga það sameiginlegt, að bara fimm hráefni eru í hverjum rétti.
* Ég þekki af eigin reynslu, hversu hagkvæmt er fyrir fólk í eilífu tímahraki að fylgja einföldum uppskriftum eftir landsins helztu toppkokka.
Ég nota mjög þessar ágætu bækur.

Samspil matreiðslubóka
Uppskriftir og kaloríutalning í fylgja ekki bókum kokkalandsliðsins frekar en öðrum matreiðslubókum.
Þær eru nýlegar og heita:
“Einfalt með kokkalandsliðinu” og
“Eldum íslenskt með kokkalandsliðinu”.

Í bókunum eru nánari forskriftir um matreiðslu. Ég mæli með, að þú fáir þér þær bækur og notir þær umfram aðrar.
* Í fyrsta lagi leggja þær áherzlu á íslenzkar matreiðsluhefðir.
* Í öðru lagi eru uppskriftir þar einfaldari en í öðrum slíkum.

Gott væri að slíkum bókum fylgdi líka kaloríutalning með réttunum, sem ekki er í upphaflegu bókunum, sem komu út 2010 og 2011.
* Mig dreymir um matreiðslubók með spennandi réttum og nákvæmri kaloríutalningu hvers réttar.

Áreiti í veizlum
Ef mat eða snarli er haldið að þér, koma ýmis viðbrögð til greina:
“Nei, því miður, ég er hugsanlega með sykursýki”.
“Ég er bara orðinn alveg saddur”.

“Nei takk, ég er með ofnæmi”.
“Ég má ekki við meiri sykri”.
“Ég er í læknismeðferð og má ekki borða neitt á meðan”.
“Ég er með meltingartruflanir”.
“Ég fékk súrt bakflæði um daginn”.
“Ég er búinn að fá mér”.

Sérhver af þessum afsökunum og öðrum slíkum á að leiða til, að áreitið verði fjarlægt.
Enginn vill verða til að spilla heilsu þinni.
Ef hann vill ræða heilsufar þitt nánar, ættir þú að leiða talið að allt öðum sálmum.

Lestu vel á umbúðir
* Þú þarft að kunna að lesa umbúðir til að halda matardagbók.
* Sem betur fer er verið að innleiða hér reglur Evrópusambandsins um merkingar á mat.
* Eru mun betri en þær íslenzku.

* Oftast er sagt frá kaloríum og viðbættum sykri.
* Þú getur þá strax í búðinni forðast vörur, sem skora hátt á þessum sviðum.
* Sumir þurfa að taka með sér les-gleraugu í innkaupin, því að letrið er oft agnarsmátt á umbúðunum.

* Yfirleitt má treysta upplýsingum á innfluttum vörum.
* En ég tek ekki mark á innlendri skráningu.
* Íslenzk fyrirtæki eru ekki eins löghlýðin og æskilegt væri.
* Og matvælaeftirlitið á Íslandi er bara skrípó.

Eitt smakk er nóg
* Þú ferð í boð til frænku, sem hefur konfekt og tíu tegundir af smákökum á boðstólum.
* Einfaldast er að fá sér bara köku af þeirri tegund, sem þér þykir bezt.

* Og konfekt er ekki til að tyggja, heldur til að láta bráðna uppi í þér.
* Sá, sem lætur konfektið bráðna, fær tíu sinnum meira út úr molanum en hinn, sem tyggur hvern molann á fætur öðrum.
* Bragðið er allt í munninum, en ekki í maganum.

Þetta gildir um alla bragðnautn.

Vínkaupmenn smakka ekki einu sinni, þeir þefa bara.
95% af rauðvínsbragði er í ilmi.
Ef þeir drykkju vínið, yrðu þeir ölvaðir og gætu ekki metið og dæmt tugi tegunda.

Freistingar og
merkingar