5143 Heimurinn er úr sykri

5143

Heimurinn er úr sykri

Heimurinn er úr sykri
* Sykur er alls staðar.
Framleiðendur matvæla hafa fyrir löngu áttað sig á beinu sambandi sykurmagns og vinsælda.
* Sykur er jafnvel í sósum og súpum.

Aspartam og sakkarín eru auðvitað sæta, óvenju mögnuð dísæta.
* Í mörgum unnum kjötvörum er sykur, til dæmis í sumu áleggi.
* Dósamatur er almennt sykraður.
* Ekki þarf að segja þér, að allt kex, allar kökur og tertur eru fullar af sykri.

* Einnig ís og afurðir Mjólkursamsölunnar.
Þú þarft að taka ábyrgð á sjálfum þér í heimi, þar sem sykur flæðir um alla afkima.
Settu þér skýra reglu um, hvar þú setur sykurmörkin, og stattu við þær.

Ótal nöfn á sykri
Á umbúðum erlendra matvæli má sjá ýmis nöfn á sykri. Gættu þín á þeim öllum:

Beet sugar, brown sugar, cane sugar, corn syrup, dextrose, fructose, glucose, honey, lactose, maltodextrin, mannitol, maple sugar, maple syrup, molasses, rice sugar, sorbitol, sucrose, turbinado sugar.

Tilgangur allra þessara nafna er að auðvelda framleiðanda vörunnar að draga úr vitneskju um heildarmagn sykurs.
Þau eru tilraun til að draga úr tilfinningu þinni fyrir, að hætta sé á ferð.
Allt er það sykur, sem bætt er út í matvæli til að gera þau seljanlegri í heimi, sem gengur fyrir sykri.

Sykur alls staðar
Áfengi, gervisykur, brauð og pasta, mjólkurafurðir, tilbúnir eftirréttir, tilbúnir réttir, frystir réttir, unnar kjötvörur, pillur, sósur og súpur, ávextir í dósum og flöskum, snakk og skyndibiti, grænmeti í dósum.

* Gakktu út frá, að viðbættur sykur sé í þessum vörum, nema annað sé tekið fram.
* Yfirleitt er allur matur í dósum, glerjum og pökkum mengaður af sykri.
* Þú getur bara treyst hreinni vöru, fiski og kjöti, grænmeti og ávöxtum.

*Ekki kaupa tilbúna rétti.
* Þú verður sjálfur að búa til þína tilbúnu rétti úr hráefnum, sem þú treystir.
* Þannig kemstu líka í betra samband við það, sem þú lætur ofan í þig. Þú öðlast matarvitund.

Fínhveiti er einfalt
Fínmalaða hveitið er einfaldara mál.
Flestir óvirkir fíklar hafna bara því fínmalaða, ekki heilhveitinu.
* Nóg framboð er af brauði úr grófmöluðu hveiti.

* Gættu samt að því, að stundum er bakað úr blöndu af hvoru tveggja.
* Til dæmis er kex í pökkum oft kallað heilhveitikex, þótt meira sé þar notað af fínmöluðu hveiti.
* Erfiðara er að fá pöstur og pítsur úr heilhveiti, þótt hvort tveggja sé frambærileg vara.

* Fíkillinn verður að standa í fæturna gagnvart þunga umheimsins.
* Hann þarf að kunna að segja Nei.
* Að læra þetta einfalda og skýra orð, NEI, er lykill að velgengni hins óvirka matarfíkils.

Kolvetni úr verksmiðjum
Sumir óvirkir matarfíklar tala um fráhald frá kolvetnum almennt, fremur en bara frá fínmöluðu hveiti.

* Með því leggja þeir áherzlu á, að þeir hafni áfengi, fínmöluðu korni líka öðru en hveiti, svo sem rúgi, einnig hýðisflettum hrísgrjónum.
* Fráhaldið nær til allra þeirra afurða úr kolvetnaheiminum, sem eru verksmiðjuframleidd, bleikt eða völsuð.

Skilningur þeirra er, að með verksmiðjuframleiðslunni sé verið að koma vörunni framhjá eðlilegum vörnum líkamans gegn slíkri vöru.
Það er sama hugsun og leiðir til fráhalds frá vörum með sykruðu innihaldi.
Í báðum tilvikum telja þar vöruna vera skemmda

Heimurinn
er úr
sykri