5138 Lærðu að segja nei

5138

Lærðu að segja nei

Lærðu að segja nei
* Allir verða að læra að segja Nei.
* Ef þú gerir öllum alltaf til geðs, safnar þú byrgðri gremju innra með þér.
* Þú verður að segja frá, ef þér er misboðið

Þú ert persóna eins og aðrir og hefur rétt eins og aðrir. Þú mátt biðja um greiða og þú mátt láta reiði í ljós.
Ef menn valda þér vonbrigðum, átt þú að segja þeim frá því.
Fólk, sem lætur alltaf valta yfir sig, er viðkvæmara og því er hættara við ofáti en öðrum.

* Ofátið kemur oft í stað eðlilegrar útrásar.
* Óeðlilegt er að láta alltaf valta yfir sig.
* Eðlileg samskipti við umheiminn felast hins vegar meðal annars í að læra að segja nei, þegar það á við.
Segðu NEI.

Búðarferð fíkilsins
Fíkn getur lýst sér svona:
* Þú ákveður að fá þér EKKI kexpakka í búðinni.
* Þú stendur fyrir framan rekkann með pakkanum og setur pakka í körfuna.

* Ákveður að borða bara þrjú kex, þegar þú kemur heim.
* Tekur eftir, í hvaða poka kexið fer.
* Á leið heim þreifar þú í pokanum, finnur kexpakkann, rífur hann upp.
* Ákveður, að fá þér bara þrjú kex.
* Færð þér fyrst sex kex og síðan önnur sex.

* Þú heldur áfram að setja reglur og heldur áfram að brjóta þær.
* Klárar pakkann, verður reiður við þig og ákveður að stanza ekki í bílalúgunni.
* Þú kemur samt þar við og færð þér mjólkurhristing.
* Og svo framvegis.

Einn moli sækir annan
Tilgangur konfektmola er að gefa venjulegu fólki bragð.
Hjá því sækir fyrsti molinn ekki annan mola, sem nær í þann þriðja og klárar kassann.
Venjulegu fólki finnst nóg að smakka.

Fíklar þurfa að belgja sig út.
Í sjálfu sér eru tíu konfektmolar ekki betri en einn moli og gefa ekkert umfram þann fyrsta.
Sama er að segja um alls konar græðgisvöru, sem fíklar sækjast eftir.

Tvær franskar kartöflur nægja, tvöhundruð franskar eru út í hött.
* Eigir þú við ofþyngd eða offitu að stríða, þarftu að átta þig á, að magn gefur ekkert umfram það, sem gæðin gefa.
* Vendu þig á að láta þér nægja minnsta magn.

Hættuleg veitingahús
Veitingahús eru stórhættuleg.
* Þeim fylgja sósur og fita.
* Smjör er ótæpilega notað í matreiðslunni.
* Brauð er borið á borð í haugum, meðan þú bíður eftir matnum.

Bezt er að forðast brauðið og skilja sósurnar eftir á disknum.
Spurðu þjóninn um meðlæti rétta, oft er hægt að skipta sumu út eða losna við það.
Smám saman lærir þú að umgangast matseðla og velja af þeim eitthvað, sem hæfir þér og þínum vanda.

* Reiknaðu alltaf með, að veitingar séu þrjúhundruð kaloríum þyngri en sá matur, sem þú borðar heima.
* Hvettu veitingamenn til að hafa á boðstólum rétti með tilgreindu kaloríumagni.
* Farðu þá aðeins á veitingahús, að þú hafir sálarstyrk til að standast.

Léttist á ferðalögum
* Ég léttist alltaf á ferðalögum, þótt ég sæki veitingahúsin fast.
* Munurinn er, að á faraldsfæti hef ég kæliskápinn ekki við hendina.
* Fæ ekki nokkrum sinnum á dag freistingu um að fá mér bita.

* Borða á skilgreindum matmáls-tímum þrisvar á dag, morgunmat, hádegismat og kvöldmat.
* Passa mig bara þrisvar á dag að kýla mig ekki út.
* Reynslan sýnir, að það er snarlið milli mála, sem hleypir upp kaloríu-fjölda og hækkar töluna á voginni.

Ef þú getur komið því upp í vana að borða þrisvar á dag og fá þér ávöxt í tveimur kaffitímum að auki, ertu kominn í bata.
* Góður vani gerir þér gott.
* En lærðu að segja NEI.

Lærðu
að segja
nei