5116 Skæðar ofátsgildrur

5116

Skæðar ofátsgildrur

Þegar ég lendi í sukki
Þegar ég lendi í sukki, þarf ég að skoða mín mál.
Segjum, að ég hafi lagzt í fermingartertur eða konfektkassa eða bara lent í feitum súpum eða sósum á veitingahúsi.

* Þá hef ég kannski innbyrt tíu punkta eða fimmhundruð kaloríur umfram dagskammtinn.
* Ég gef mér viku í að bæta það upp með tveimur punktum á dag.
* Ég vil ekki fara í hreina megrun, því að hún magnar þá tilfinningu, að ég sé í spennitreyju.

Spennitreyju-líðan leiðir svo bara í meira sukk.
* Með því að spara tvo punkta á dag fer ég rólega í sakirnar og næ jafnvægi á einni viku.
Með því að taka það rólega finnst mér aldrei, að ég sé í megrun.

Leiðrétti kúrsinn
Ég nota raunar vefsíðuna KeyHabits.is sem áætlunarblað og dagbók í senn.
* Í upphafi dags skrái ég fyrirhugaða neyzlu. Þar færi ég til bókar það, sem ég ætla að borða yfir daginn.

* Hvað verður í morgunmat, í hádegismat, í síðdegissnarl og hvað í kvöldmat?
Oft er þetta staðlað og endurtekið efni, fljótskráð.
* Svo kemur í ljós yfir daginn, að raunveruleg neyzla er öðruvísi en matarplanið að einhverju leyti.
Þá leiðrétti ég áætlunina til samræmis.

Þar með breytist áætlunin í dagbók.
Matardagbokin.is og KeyHabits.is hafa þann kost, að ég sé hvenær sem er, hver staða mín er og leiðrétti kúrsinn.
Þetta lifandi samspil mataráætlunar og matardagbókar er mér mikilvægt.

Gallaðar vefsíður
* Sá galli er á þessum vefsíðum, að þær gefa mér og ýmsum fleirum rangar tölur um jafnvægisneyzlu á kaloríum.
* Segja, að ég megi borða 2.500 kaloríur á dag, sem er fjarri sanni.

* Ég má ekki við meiru en 1.700 kaloríum til að halda jafnvægi.
Svona matardagbækur verða að gefa fólki kost á að leyfa reynslunni að taka við af fyrirfram gerðri formúlu.
* Frávik eru frá meðalbrennslu.

Misræmið segir mér, að ég get ekki látið neinn segja mér, hversu mikið ég má borða á dag til að halda jafnvægi í líkamsþunga.
* Ég þarf að finna sjálfur af fenginni reynslu, hvar þetta jafnvægi er.
* Þetta dregur samt lítið úr gagni þessara vefsíðna.

Villandi ráð lækna
* Oft gefa læknar sömu villandi ráð um meðaltals kaloríumagn hjá fólki, sem vill grenna sig.
Fólk, sem fylgir ráðum þeirra, rekur sig fyrr eða síðar á, að það hættir að léttast.
Leiðbeiningar passa ekki.

Sumir þyngjast um kíló á ári eftir fertugt, ef ekkert er að gert.
Svo eru aðrir, sem hafa alls ekki þennan gangráð, vita ekki, hvenær þeir eiga að hætta að borða.
Þetta hvort tveggja skýrir mikið af ofþyngd og offitu í nútíma samfélagi, sem einkennist af lítilli hreyfingu.

* Það stafar sumpart af, að léttari líkami þarf færri kaloríur sér til viðhalds en þyngri líkami.
* Og sumpart af því, að líkaminn grípur til varna í viðvarandi sulti.
* Hann dregur úr brennslu.
* Því máttu ekki fara of bratt í megrun. Þetta þarftu að hafa huga.

Of brött markmið
Flestir kúrar setja upp of brött mark-mið. Þau eru röng og hættuleg.
Leiða til varnaraðgerða líkamans gegn viðvarandi sulti.
Leiða til vonbrigða og síðan til uppgjafar, þegar megrunin stöðvast óvænt.

Flestir kúrar bjóða þar á ofan skaðlega sérvizku í mataræði.
Dæmi um það eru efni, sem sumir þjálfarar mæla með á líkamsræktarstöðvum.
* Orkudrykkir og orkubuff eru ónáttúruleg fæða.

Þú átt fremur að borða venjulegan mat og sem allra minnst meðhöndlaðan í verksmiðjum.
Fæðubótarefni eru af sömu ástæðu ekki til bóta og beinlínis skaðleg í ýmsum tilvikum.
Hér verða kenndar aðrar leiðir.

Varaðu þig á
ofátsgildrum