5124 Flokkun fíkna

5124

Tvennar eða
 þrennar fíknir

Samspil ýmissa leiða
Matarfíkillinn stendur andspænis fjölbreyttri fíkn, sem felur í sér ofnæmi fyrir ýmsum efnum, einkum sykri, mjöli og fitu.
Hann þarf að afskrifa ýmis slík efni.

Fíkn hans felst ekki eingöngu í þessum efnum, heldur snýst hún líka um hegðun, lífsstíl eða lífsmynztur.
Hann þarf að breyta persónu sinni.
Þetta er allt svo flókið, að engin furða er, þótt margir tapi sínu stríði við ofátið.
En er hann líka átfíkill?

Þessi röð fyrirlestra er ólík flestum öðrum slíkum eða bókum á þessu sviði, að hún skoðar heildarmynd vandamálsins.
Hún býður upp á samspil ýmissa leiða, sem aðeins samanlagðar geta gert mörgum ykkar kleift að lifa heilbrigðu lífi.

Fíkniefni og fíknihegðun
* Sum fíkn snýst ekki um hættuleg efni, heldur hættulegt atferli.
* Spilafíkn er dæmi.
Sumir geta lent í svipuðu rugli í boðskiptum heilans í tengslum við fjárhættu og aðrir mæta í tengslum við áfengi.

* Hugsanlega er matarfíkn ekki bara efnisfíkn, heldur líka hegðunarfíkn, það er að segja átfíkn.
* Einnig er líklegt, að hún sé ekki bara ein fíkn, heldur samspil ýmissa tegunda af fíkn.
* Allt flækir það málið og hindrar, að fólk nái tökum á lífi sínu.

Annálað er, hversu erfitt mörgum reynist að hafa hemil á offitu og hversu örvæntingarfullar tilraunir þeirra reynast.
Því eru til þúsund mismunandi matarkúrar.
Sem enginn virkar.

Tvenns konar fíkn
Tvenns konar fíkn kann að valda töluverðu um offitu nú á dögum.
* Sumpart er fólk fíkið í verknaðinn að éta.
Það er friðlaust, ef snakk skortir við sjónvarpið.
Hefur vanizt gosdrykkjum og sælgæti frá æsku.

* Sumpart er fólk fíkið í efni í matnum og þá helzt í sykur og hveiti.
* Ég sé af sjálfum mér, að mig langar ekki í meira hrásalat, fisk og kjöt eftir hæfilegan skammt.

*Get hins vegar borðað óæti á við kleinur viðstöðulaust.
Get étið óæti eins og djúpsteiktar kleinur viðstöðulaust upp úr 2500 kaloríu plastpoka, þegar ég keyri austur fyrir fjall.
Af framangreindu ræð ég, að offita liggi oft í tvenns konar fíkn, matarfíkn og átfíkn, það er efnisfíkn og hegðunarfíkn.

Matarfíkn og átfíkn
* Ég nota ýmist orðið matarfíkn eða átfíkn til að lýsa ástandinu, sem fékk mig til að skrifa þessa bók.
* Með orðinu matarfíkn vísa ég til þess, að þetta er fíkn í efni og þá frekar í fleiri efni en eitt.

* Þannig lít ég á matarfíkn sem hliðstæða fíknum á borð við áfengisfíkn og tóbaksfíkn.
* Með orðinu átfíkn vísa ég svo til þess, að þetta er líka fíkn í hegðun.
* Þannig lít ég á átfíkn sem hliðstæða fíknum á borð við spilafíkn og kynlífsfíkn.

* Með svona víðtækri skilgreiningu á stöðu margra, sem þjást af offitu verður heildardæmið nokkuð flókið.
* En ég tel þessa víðu sýn nauðsy-lega fyrir mig til að geta sett fram tillögu um létta og ljúfa lausn, sem hentar miklu fleirum en aðrar og eldri lausnir reyna að gera.

Þríþætt matarfíkn
* Matarfíkli getur verið gagn í að skipta matarfíkn í þrennt:
* Sykurfíkn, mjöl- og sterkjufíkn og fitufíkn.
* Ekki vísindaleg skipting, heldur byggð á reynslu margra fíkla.

* Fólk getur samkvæmt þessu verið haldið einni af þessum matar-fíknum, tveimur eða öllum í senn.
* Háð þeim í misjöfnum mæli.
Ég er til dæmis frekar sykurfíkill en fitufíkill.
Einnig getur fólk verið haldið átfíkn sem hegðunarfíkn, ekki efnisfíkn.

* Þessi margvíslega flokkun á fíknum greiðir fólki leið að fjölbreyttum aðgerðum, sem taka tillit til víðáttu og breiddar vandans.
* Þrengra sjónarhorn kæmi matarfíklum ekki að sama gagni.

Tvennar eða
þrennar fíknir