5141 Misjafnar fyrirmyndir

5141

Misjafnar fyrirmyndir

Þráhyggja ræður öllu
Á enda fíknarferlis er orðin mikil breyting á persónu þinni.
* Kúrar og aðrar tilraunir til hófs mistakast í sífellu.
* Þú lokar sig af og einangrast frá öðrum, vinum og vandamönnum.

* Ágreiningur kemur í ljós á heimili og vinnustað.
* Heilsufari hrakar, svo og sálarstyrk og siðferðisstyrk.
* Neyzla á ruslfæði eykst á kostnað hollustuvöru.
* Þegar annað fólk drekkur vatn við þorsta, færð þú sér gos eða annað, sem gefur meiri fyllingu.

* Þú hermir eftir Nigellu Lawson, sem þykist fara í ísskápinn á nóttunni.
* Ímyndar þér, að meint andvaraleysi hennar um offitu muni gagnast þér.
* Þráhyggja um mat verður alls ráðandi.

Nigella og Jamie
Matreiðsluþættir Nigellu Lawson gæla við þróun virkra matarfíkla.
Við slefum yfir öllum þeim hundruðum kaloría, sem hún slengir í matinn af fullkomnu ábyrgðarleysi.

Ef þetta væri daglegt fæði hennar og þú værir þar í fæði, mundirðu hreinlega springa.
Og ef þú mundir elta hana niður í eldhús á nóttunni og opna ísskápinn, værir þú kominn á lokastig matarfíknar.

* Þættir Nigellu hafa áreiðanlega hraðað vítahring margs matarfíkilsins.
Þeir eru sjónvarp, en ekki veruleiki.
* Lokaðu fyrir Nigellu og horfðu heldur á Jamie Oliver, sem hefur tilfinningu fyrir hollari mat og æsir síður fíknir.

Ekki aftur á diskinn
Ef þú vilt ná tökum á matarneyzlu, þarftu að halda fast í mikilvæga reglu.
* Ekki fá þér aftur á diskinn.
Ábót er fyrirbæri, sem ofætur þurfa að losa úr hugarfylgsnum sínum.

Diskur á að rúma það, sem þú þarft hverju sinni.
Ef þú færð þér ábót, er næstum öruggt, að þú ert að borða of mikið.
Máltíð, sem fer í eða yfir tíu punkta eða 500 kaloríur, er líkleg til að setja holdafar úr skorðum.

* Borðaðu hæfilegt magn þrisvar á dag.
* Fáðu þér kaloríusnautt að auki í kaffitímum til að slá á svengdina, til dæmis lítið epli.
Bezta regla matarfíkla er þessi:
* Borðaðu þrisvar á dag og fáðu þér ekki aftur á diskinn.

Ekkert milli mála
Forsenda fyrir góðu hófi er að borða á föstum og tilteknum matmálstímum og ekki utan við þá.
Lausagangur í neyzlu er ávísun á vandamál.

Þú gleymir að skrá naslið í matar-dagbókina og vanmetur þátt þess í mataræði þínu.
Auk þess er manninum ekki eðlilegt að vera síétandi.
Þrjár máltíðir á dag nægja, morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur.
Þar fyrir utan má hafa tvo létta kaffitíma með mjög lítilli neyzlu.

* Ávextir henta betur á kaffitímum en kex eða kökur.
* Yfirleitt er nauðsynlegt að klippa allt þetta sívinsæla nasl úr neyzlunni, poppkorn, franskar kartöflur, nammi, gos, konfekt, smákökur.

Ekki ögra sjálfum þér
Ef þú veizt af opnum kexpakka, er sennilegra, að þú fáir þér eitt kex og annað, heldur en úr óuppteknum pakka.
Ef þú veizt að heilum kexpakka, er það meira freistandi en að vita af kexpakka úti í búð.

Sama er með nammi.
Því léttara, sem aðgengi þitt er að hvers konar bannvöru, því meiri er hættan.
Þetta vita margir alkóhólistar, sem aldrei hafa áfengi í húsinu.

* Reyndu líka að fækka ferðum í eldhúsið og alls ekki að opna þar kæliskáp eða aðra skápa.
* Ekkert óviðráðanlegt fát, sem hefur alvarlegar afleiðingar.
* Sért þú í raun að hugsa um heils-una, máttu ekki ögra sjálfum þér.
* Leiddu hugann að öðru.

Misjafnar
fyrirmyndir