5103 Öfganútími

5103

Öfgafullur nútími

Óheft aðgengi að mat
* Að baki ofáts eru breytingar í samfélagi verksmiðjuiðnaðar.
* Áður fyrr höfðu fáir ótakmarkað aðgengi að mat, en núna velta Vesturlandabúar sér upp úr mat.

* Verst eru þeir fátæku staddir, því að ódýrastur er oftast sá matur, sem stuðlar að offitu. Þar í flokki eru pítsur og pasta, gos og snakk.
* Ódýr sykur hefur á stuttum tíma orðið yfirþyrmandi þáttur í matar-æði margra, með margvíslegum skaðlegum afleiðingum.

* Sykur verkar á fólk eins og fíkniefni og veldur sjúkdómum, ekki bara ofáti, heldur líka sykursýki og tannskemmdum.
* Sjúkdómar fylgja ýmsum verksmiðjuframleiddum mat, svo sem fínmöluðu hveiti og öðru fínmöluðu mjöli.

Verksmiðjuvaran flæðir
* Tilgáta mín er, að fólk sé alls ekki í stakk búið til að mæta breytingum verksmiðjualdar á neyzluvenjum.
* Forfeður okkar borðuðu grófan mat og gátu ekki ólmast í verksmiðju-framleiddum matvælum.

* Þeir þekktu nánast alls ekki sykur og fínmalað hveiti, né heldur gerbakstur.
*Öll matvara var í gamla daga meira eða minna náttúruleg, en nú er hún meira eða minna úr verksmiðjum.
* Jafnvel mjólkin kemur fitusprengd og gerilsneydd úr verksmiðjum.
* Líffæri fólks hafa ekki fengið færi á að laga sig að lífsstíl verksmiðjuvörunnar.
* Hjá sumum bilar heilsan.
* Hjá mörgum fara matartengd boðefni heila og taugakerfis í rugl.

Aragrúi nýrra matvæla
* Fyrr á öldum átu menn grænmeti og ávexti, kjöt og fisk. Eðlilegan mat
* Nú snæða menn safa, duft, sand, froðu, fars og hakk. Eins konar hundamat.

* Meltingin hlýtur að vera öðru vísi en hún var fyrir hundruðum og þúsundum kynslóða hér áður fyrr.
* Gen mannslíkamans breytast svo hægt, að fólk er vart í stakk búið til að mæta þessum aragrúa nýstárlegra matvæla

Einkum hefur dregið úr hlutverki meltingarvegarins, þegar maturinn kemur hálfmeltur á diskinn.
Mér finnst skammur vegur milli slíkra breytinga og ruglings í boðefna-flutningi heilans, þótt ekki hafi verið sýnt fram á það.
Verksmiðjufæða nútímans getur varla verið heilbrigð.

Öfgafullur nútími
* Á umbúðum matvæla má víðast lesa öfgarnar í nútíma mataræði.
* Langir innihaldslistar á umbúðum segja okkur, að varan sé óeðlileg og engan veginn í lagi.

* Matur er ekki aðeins fylltur af sykri, salti og hveiti.
* Líka fínmalaður, þeyttur og hristur, húðaður og blandaður.
* Fitusprengdur og gerilsneyddur.
* Líka fullur af aukaefnum, til dæmis geymsluefnum og bragðefnum.
* Einnig gervisykri, sem getur verið hættulegri en venjulegur sykur.

Í gamla daga var matur hins vegar að mestu leyti eðlilegur.
Stundum var hann skemmdur, en á þann hátt, sem meltingarvegur okkar þekkti.
Við erum líkamlega ekki í stakk búin að mæta allri þeirri vinnslu, sem einkennir matarfabrikkur nútímans.

Einfaldari matur
*Þú þarft að verða meðvitaðri um matinn.
*Færðu þig frá verksmiðjuframleiðslu í dósum, glösum og pökkum.

* Hallaðu þér að náttúrulegri fæðu, grænmeti og ávöxtum, kjöti og fiski.
* Farðu varlega í allan bakstur, jafnvel brauð, að minnsta kosti gerbakað brauð.
* Strikaðu yfir allt sælgæti og gos.

Þú nærð tæpast nauðsynlegri sálarró til varanlegrar mengunar nema þú breytir mataræði þínu til eldri tíma.
* Taktu sem mest af verksmiðjuframleiðslu út úr fæðinu.
* Borðaðu sem mest af fiski með hrásalati.
Þannig losar þú þig úr klóm öfgafulls nútíma.

Losaðu þig
við öfgar
nútímans