5144 Ýmis ný húsráð

5144

Ýmis ný húsráð

Fíkill á heimilinu
* Sé fíkill í heimili með venjulegu fólki, þarf að hafa þar læsta hirzlu fyrir matvæli, sem hann hafnar.
* Engin ástæða er til að hafa freistingar uppi við á heimilum fólks.

* Heimilisfólk þarf að skilja, að hagsmunir fíkilsins verða að ráða aðgengi hans að mat, sem hann telur fela í sér fíkniefni.
Þar að auki þarf heimilisfólk að laga sig að þörfum fíkilsins.

* Þarf að sætta sig til dæmis við heilhveitibrauð í stað fransbrauðs, ávaxtasykraða sultu í stað venjulegrar og svo framvegis.
* Líka þarf heimilisfólkið að virða þörf matarfíkilsins fyrir, að eingöngu sé matast á fyrirfram skilgreindum matmálstímum.

Flottur matseðill
* Matseðill óvirkra fíkla felst í mörgu því bezta, sem völ er á. Þar er nýr fiskur og ferskt kjöt.
* Þar eru ferskir ávextir og ferskt grænmeti. Þar eru bökunarvörur úr 100% grófu korni.

* Flest af þessu er bragðbetra en það, sem boðið er í krukkum og dósum, flöskum og pakkningum.
* Þú þarf bara að venjast við, að einfalda varan frá náttúrunnar hendi er skemmtilegri matur en sú verksmiðjuvara, sem þú áður borðaðir.

Eftir stutta reynslu kemstu að raun um, hvað kemur sér bezt fyrir þinn líkama.
Haltu þér við það og segðu pass við öllum gervimat.
Þannig er fráhald þitt líklegt til að verða varanlegt.

Vatn og aftur vatn
* Drekktu vatn. Það er bezti drykkur, sem til er. Hreint, íslenzkt vatn.
* Ef þér finnst það vera þunnar trakteringar, fáðu þér þá kolsýrt vatn.

* Hreinn ávaxtasafi hefur þann galla að vera verksmiðjuunnin vara, þar sem trefjum hefur verið spillt.
* Gos er auðvitað sykurbomba, sem þú verður að forðast.
* Svipað er að segja um allt áfengi, það er kolvetnisbomba.

Auk þess ruglar það dómgreind þína og dregur úr varfærni þinni.
Kaffi er fíkniefni út af fyrir sig og kakó er annað fíkniefni. Farðu varlega í hvort tveggja.
En notaðu sem mest af vatni, bæði með mat og til að sefa fíkn milli máltíða.

Hættumerki breytinga
Stundum verða breytingar, sem þú þarft að túlka sem aðvörun eða hættumerki.
Reiði getur spillt fráhaldi, sömuleiðis sorg og þunglyndi.
Farðu varlega við slíkar aðstæður.

Óróleiki og svefnleysi eru matarfíklum líka hættuleg.
Farðu varlega við slíkar aðstæður.
Reyndu líka að halda þér frá matvörubúðum og alls ekki fara þangað svangur.
Hættu að gera þér erindi inn í eldhús, þar eru freistingarnar sýnilegastar og nærtækastar.

Farðu ekki óundirbúinn í veitingahús eða í ferðalag.
Allar breytingar geta raskað jafnvægi þínu og hrint þér út af braut batans.
Jafnvægi á geði er mikilvægast í batanum.

Sérfræðingar í matarfíkn
Margir eiga erfitt með að stíga fyrsta skrefið til batans.
Þeir eiga erfitt með að biðja um hjálp.
Og þeir eiga erfitt með tjá sig um vandann.

Hvort sem þú ferð í OA, FAA, GSA eða gerir annað í þínum málum, verður frumkvæðið að vera þitt.
* Kannski hentar þér að leita til sérfræðings.
* Veldu þá einhvern, sem hefur reynslu af ofáti sem fíkn, en er ekki bara fróður í næringarfræði.

Beztir eru sérfræðingar, sem beita hópefli að hætti OA.
Hópar í bata skapa aðstæður, þar sem hver sjúklingur styður annan.
Með fjölgun matarfíkla ætti að vera töluvert aðgengi að sérfræðiþjónustu á þessu sviði á næstu árum.

Ýmis
ný
húsráð