5148 Langtímaverkefni

5148

Þetta er langtímaverk

Nýjar matreiðsluaðferðir
Þú ættir að skipta um matreiðsluaðferðir, ekki bara vegna offitu, heldur einnig vegna almennra heilsufarssjónarmiða.

* Slepptu djúpsteikingu og láttu pönnusteikingu víkja fyrir grillun, ofnbökun og gufusuðu, sem ekki kalla á olíu eða smjör.
* Jógúrt og kotasælu í staðinn fyrir sýrðan rjóma.
* Olíu í stað smjörs.
* Bakaðar eða gufusoðnar kartöflur í stað franskra.

* Mjólkurvörur með minnkaðri fitu í stað hinna hefðbundnu.
* Jógúrt eða kotasælu í staðinn fyrir majónes.
* Tærar súpur í stað hveitiblandaðra.
* Þunnt soð í stað þykkra sósa.
Allt eflir þetta fráhaldið og samræmist ráðlögðu mataræði nútímans.

Langtímaverkefni
Hugarró þarf að leysa ofvirkni af hólmi.
Reyndu ekki að leysa allan þinn vanda á nokkrum vikum.
Það mun örugglega mistakast.
Matarkúrar, sem bjóða upp á slíkt, munu ekki ná árangri.

Megrun er ekki skammtímaverkefni, heldur langtímaverkefni.
* Taktu fráhaldið í mörgum skrefum og gefðu þér góðan tíma til að ná tökum á hverju skrefi fyrir sig.
* Því betur sem hvert skref lærist, þeim mun líklegri ertu til að sleppa við föll.

Smám saman breytist líka persóna þín og þú verður betur í stakk búinn til að mæta nýjum skrefum á brautinni til bata.
Smám saman finnst þér ofát vera eftirsókn eftir vindi.

Flas er ekki til fagnaðar
* Hægfara megrun veldur minni hliðarverkunum en hraðfara.
* Farir þú of hratt í megrun, finnst líkama þínum hann vera að renna inn í tíma sultar og gerir gagnráðstafanir.

Brennsla líkamans minnkar.
Það er arfur kynslóðanna, að fólk reynir að hamstra til mögru áranna.
Þess vegna er svo algengt, að árangur matarkúra minnkar með hverri vikunni.
Líkaminn leggst meira og meira í dvala og orkan minnkar tilfinnanlega.

Sé ráðlagður dagskammtur þinn af orku 2000 kaloríur eða 40 punktar, skaltu ekki fara neðar í neyzlu en 1800 kaloríur eða 39 punkta.
Það léttir þig um 350 grömm á viku, sem er meira en nóg.

Nokkrir áfangar í fráhaldi
* Í flestum tilvikum ræður fólk ekki við fráhald á öllum sviðum í senn.
* Því verður þú líklega að magna fráhaldið í áföngum, sem hver fyrir sig getur tekið mánuði.

* Fyrsta skrefið gæti falizt í kaloríutalningu og matardagbók.
* Annað skrefið gæti falizt í að fá sér einu sinni á diskinn og ekkert milli mála.
* Þriðja skrefið gæti falizt í taka út viðbættan sykur.

* Fjórða skrefið gæti falizt í að taka burt mat úr fínmöluðu hveiti og öðru mjöli.
* Fimmta skrefið gæti falizt í að draga úr neyzlu fitu og hafna dýrafitu.
Þannig ferð þú inn í fráhaldið í tiltölulega skýrt afmörkuðum áföngum, sem gefa yfirsýn.

Lokastig fráhaldsins
* Þegar fullu fráhaldi er náð,
borðar þú þrjár máltíðir í dag,
færð þér einu sinni á diskinn og
borðar ekkert milli mála.
* Margir fá sér samt bita til að brúa bilið milli mála.

Það setur blóðsykurinn í jafnvægi og friðar insúlín-búskapinn.
Bezt er, að millibitinn sé ávöxtur eða grænmeti, en ekki brauð.
Öruggast er þó að losna alveg við millibitana.

Þú hefur á þessu lokastigi batans strikað yfir viðbættan sykur og alla vöru úr fínmöluðu hveiti og öðru mjöli.
Þú ruggar ekki bátnum með því að sleppa máltíðum.
Ef máltíð frestast, færðu þér smábita til að brúa bilið.
Líf þitt er komið í traustar skorður.

Þetta er
langtíma-
verkefni