5129 Tólf spora klúbbar

5129

Tólf spora klúbbar

Rökfræðin hjálpar ekki
* Fróðleikur á borð við þann, sem ég flyt þér, nægir ekki til hjálpar.
* Ekki einu sinni, er hann hvílir á vísindalegum grunni.
* Matardagbók er fræðileg, en nægir oftast ekki.

* Tilgátur í Overeaters Anonymous eru ekki vísindalegar og þær hjálpa þér enn síður sem fróðleikur.
Sama má segja um góð rök og góða greind.
* Vitringar eru ekki síður matar-fíklar en aðrir.
Lausn vandans er ekki á sviði vísinda eða greindar.

* Fíknin er yfirleitt sterkari en sem nemur mótstöðu og vilja sérhvers.
* Þú verður að sjá léttu leiðina ljúfu, sem hér er lýst.
* Gerir það bezt í vinsamlegu samfélagi þeirra, sem eiga við svipaðan vanda að stríða.

Hjálpin er nálæg
* Ef tækni, skipulag og agi nægja ekki til að stjórna mataræði þínu, þarftu að leita þér aðstoðar.
Hún felst bezt í OA, GSA eða FAA. Á oa.is færðu að vita allt um Overeaters Anonymous á Íslandi.

Hér er líka GreySheeters Anonymous eða gsa.is.
Erlendis er svo til Food Addicts Anonymous eða foodaddicts.org.
Félögin byggjast á aðferð Alcoholics Anonymous.
Felst einkum í, að félagar hittast reglulega á fundum að bera saman bækur um vandamálin.

* Einnig er stuðst við tólf spora kerfið, sem felst í að fást við vandann með því að breyta persónu sinni til betri vegar.
Margir slíkir klúbbar matarfíkla eru á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.

Þrenns konar samtök
Samtök óvirkra matarfíkla eru misjöfn.
Hér á landi starfa að minnsta kosti Overeaters Anonymous og GreySheeters Anonymous.
Í Bandaríkjunum er líka Food Addicts Anonymous útbreitt.

Munurinn á þessum samtökum er fyrst og fremst tæknilegur.
* GreySheeters nota ákveðna formúlu fyrir matarvenjum, sem byggist á því að borða þrisvar á dag og ekkert milli mála.

* Food Addicts leggja meiri áherzlu á fráhald frá ákveðnum tegundum matar, einkum sykri og hveiti, sem taldar eru örva matarfíkn.
* Overeaters hafa hins vegar frjálst val í sínu fráhaldi.
Fleira er þó sem sameinar þessi félög en það sem sundrar þeim.

Hlutdeild í sannleika
Öll þessi tólf spora samtök eiga sér sama uppruna, aðeins áherzlurnar eru misjafnar.
GreySheeters leggja áherzlu á agann og magnið:
Borða þrisvar á dag, fá sér einu sinni á diskinn og ekkert milli mála.

Food Addicts leggja áherzlu á fíkniefnin í fæðunni:
Strika út viðbættan sykur og hvítt hveiti.
Overeaters eru með frjáls val um þetta og matardagbók að auki.
Reykjalundur mælir svo fyrst og fremst með kaloríutalningu.

Ég hef kosið að vera með allt í senn.
Önnur leið kann að henta þér betur.
Ekki er til neinn stóri sannleikur í þessu máli.
Sérhver þessara leiða á sínar röksemdir, sinn hlut í sannleikanum.

Kostar nánast ekkert
Einn af kostunum við OA, GSA og FAA er, að þau kosta ekki neitt.
Fundarmenn láta smápening í kaffi-sjóð. Annað er það ekki.
Kostnaður við sérfræðinga og hópefli á vegum sérfræðinga er enginn.

* Erfiðleikar í fjármálum eiga því ekki að geta staðið í vegi aðildar að tólf sporum.
* Annar kostur er, að OA er til alls staðar í heiminum.
Á vefsíðunni oa.org getur þú fundið, hvort ein eða fleiri deildir starfa á þeim stað, sem þú ert að fara til.

Þar eru símanúmer þjónustuaðila og heimilisföng funda.
Þú átt því aldrei að þurfa að vera mjög langt frá fundi.
* Þriðji kosturinn er aðgangur að reyndum trúnaðarmönnum.

Tólf
spora
klúbbar