5142 Burt með sykurinn

5142

Burt með sykurinn

Megrunarbók og konfekt
Hversu oft hefur þér mistekizt að standa við fyrirætlanir um minni neyzlu?
Stjórnleysi er eitt helzta einkenni matarfíknar.
Þú ert með hugan fullan af ráðagerðum um að ná tökum á lífi þínu.

* Þú færð þér nýjustu bókina um megrun og lest hana yfir konfektkassa.
* Svo mikil verður sjálfsblekkingin rétt áður en þú sérð ljósið og gefst upp.
* Þú ert þegar búinn að einangra þig og vinum þínum fækkar.

* Fjárhagurinn hefur snarversnað.
* Siðferði þitt hefur brenglazt.
* Oftast eiga menn enga undankomuleið eftir, er þeir sætta sig við þá tilhugsun, að þeir séu fíklar, sem eigi að taka þátt í tólf spora kerfi.

Sykur og hveiti
* Þegar þú viðurkennir, að þú sért fíkill, veiztu að þú ert ekki heimskingi eða ræfill.
* Þú ert bara með bilað boðefnakerfi í hausnum.
Þar vantar bremsu.

Eina leiðin út úr vandanum er að búa sér til ytri bremsu í stað þeirrar, sem vantar hið innra.
Þú gerir það ekki bara með matardagbók og skipulagi á mataræði.
Þú gerir það líka með að hafna ákveðnum matvælum og einkum þeim matvælum, sem magna svengdina.

* Misjafnt er eftir fólki, hvaða matvæli þetta eru, en oftast eru viðbættur sykur og fínmalað hveiti efst á blaði.
* Taktu strax af matseðlinum allar vörur, sem innihalda þessi hættulegu fíkniefni.

Bless, næringarfræði
* Þegar þú tekur viðbættan sykur og fínmalað hveiti af matseðlinum, ertu ekki bara kominn á nýjan kúr.
* Þú ert að gera allt annað. Þú ert að forða þér frá hættulegum fíkniefnum.

* Það er sama, þótt hver næringarfræðingurinn á fætur öðrum segi, að sykur sé bara ódýr og nærtækur orkugjafi.
* Fyrir þig sem fíkill er sykur ekkert annað en hvert annað hreint fíkniefni eins og alkóhól eða kókaín.

* Á þessum krossgötum verður þú að yfirgefa næringarfræðina og halda út á veg þessara fyrirlestra.
* Í OA, GSA og FA færð þú þá hjálp, sem næringarfræði veitir þér ekki.
* Þar lærir þú að forðast viðbættan sykur og fínmalað hveiti.

Sykur er flókið mál
Sykur er einfalt orð yfir flókið mál.
* Sykur er ekki bara hvítur sykur út í kaffið. Hann er stundum brúnn og stundum grár.
* Hann getur verið mjólkursykur eða ávaxtasykur.

* Hann getur verið kornsykur, gervisykur og hvers konar síróp.
* Jafnvel hunang er sykur.
Margir óvirkir átfíklar hafna öllum þessum sykri.
Segja hann magna svengd sína.
Aðrir hafna eingöngu þeim sykri, sem bætt er út í matvæli.

Ýmis millistig eru þar á milli, enda hvílir vissa um þessi atriði ekki á fræðilegum grunni.
* Þú verður að finna fyrir sjálfan þig, hversu langt þú átt að ganga í að hafna sykri.
* Stóri sannleikur er ekki til.

Verksmiðjuframleiðsla
* Sykur í ávöxtum er náttúrulegur sykur eins og sykur í mjólkurvörum.
* Sé búið að pressa safann og setja hann í flöskur, eru trefjaefnin að mestu horfin.

* Þú getur þambað fjórar appelsínur í safa og líkaminn segir ekki stopp.
* Þú getur hins vegar tæpast borðað fjórar appelsínur án þess að líkaminn vari þig við.
* Þannig er öll verksmiðju-framleiðsla hættuleg, þótt hún auglýsi hreina og ómengaða afurð.

* Sé mjólkurafurð sykruð, er verið að blekkja líkamann, sem áttar sig ekki á aukasykrinum.
* Hættulegastur er gervisykurinn, sem hefur nákvæmlega sömu svengdaraukandi áhrif og annar viðbættur sykur.

Burt
með
sykurinn