5102 Varizt verksmiðjufærði

5102

Varizt verksmiðjufærði

* Rætur ofáts eru í breyttum mat, nútímafæðu, verksmiðjufæðu.
* Engir galdrar duga, engir töfrakúrar virka til lengdar.
* Losaðu þig við hugmyndir um að láta vandann hverfa með göldrum.

* Nánast allir matarkúrar byggjast á göldrum, einföldum slagorðum um ævintýralegan og skjótan árangur.
* Höfundar matarkúra eru sölumenn snákaolíu, arftakar þeirra, sem fyrr á öldum fóru milli markaðstorga með dularfull glös í pússi sínu.
Megrun er milljarða business.

Enginn sítrónukúr eða steinaldar-kúr mun flytja þig yfir til fyrir-heitna landsins.
Að vísu borgar sig að taka út örfáar matartegundir.
Að öðru leyti felst verkefnið í að breyta persónu þinni.
Gera þig að heilli persónu, sem veit, hvenær hún á að borða og hvenær hætta.

Þúsundir kynslóða
* Í þúsundir kynslóða vandist mannkynið því, sem kallað er steinaldarfæði.
* Meltingarvegurinn vandist honum smám saman.
* Akuryrkja er 10.000 ára gömul.

* Á síðustu áratugum kom svo til skjalanna ýmis fæða, sem er meltingarveginum framandi.
* Fyrir einni öld varð sykur almenningseign með skelfilegum afleiðingum.
* Þá er verksmiðjuiðnaður orðinn almenn regla í framleiðslu matvæla.
* Notuð eru margs konar efni, sem áður þekktust ekki, svo sem sætuefni, geymsluefni og litarefni.
* Vara er gerð fínni, hveiti breytt í hvítt fínhveiti, ávöxtum breytt í safa, grænmeti breytt í froðu.
* Ekkert er undarlegt við, að ýmsir þoli illa sumar þessar breytingar.

* Fyrirvari um fæðubót:
Einn fyrirvara þarf að hafa á gagns-leysi fæðubótarefna.
Sumt fólk býr við heilsubrest, sem kallar á lyf eða bannar tilgreind matvæli.
Fólk með ofnæmi eða óþol þarf að forðast vissan mat og þarf kannski í staðinn að taka eitt eða fleiri fæðubótarefni.

* Að svo miklu leyti sem hægt er að líta á efnin sem náttúrulyf, geta þau komið að gagni við skilgreindar aðstæður.
* En sæmilega heilbrigt fólk án ofnæmis eða óþols þarf engin slík fæðubótarefni.

* Þar á ofan er rétt að efast um gagnsemi margra fæðubótarefna sem náttúrulyfja.
* Að baki fullyrðingum slíkum eru sjaldnast neinar viðurkenndar rannsóknir, sem standast kröfur.

* Ekki steinaldarfæði hér
Áhugaverðasta megrunaraðferð líðandi stundar er steinaldarfæðið.
Gerir ráð fyrir, að okkur sé eðlilegt að nota grófan mat eins og étinn var á steinöld, fyrir innreið kornræktar.

Í þeim ágæta kúr kasta menn ekki aðeins burt allri verksmiðju-framleiddri fæðu, heldur líka öllu, sem kemur úr korni.
Þar með töldu brauði.
Gallar við þennan annars ágæta kúr eru einkum tveir.

* Í fyrsta lagi er hann fremur erfiður í framkvæmd í nútíma samfélagi.
* Í öðru lagi felur hann í sér róttæka breytingu frá fyrra mataræði okkar.
Hann felur í sér átak, sem mér og þér er um megn.
Betra er að sveigja hóflega frá fyrra mataræði og halda ró sinni.

Hollt en erfitt
* Steinaldarfæði er vitaskuld hollt, líklega hollara en annað fæði.
* Því fjær, sem maður kemst nútímanum, þeim mun betra.
Það er einföld formúla, sem mikið er til í.

En erfitt er það fæði í framkvæmd, því að þá færi allt korn úr fæði þínu, öll hrísgrjón, allt brauð.
Mér finnst ótrúlegt, að þetta séu beinlínis fíkniefni, nema þá fín-malað eða fínvalsað úr verk-smiðjum, sem eru yngra fyrirbæri.

* Fyrir matarfíkla er einfaldara að fara bara aftur fyrir verksmiðju-tímann, ekki alla leið aftur fyrir innreið akuryrkju.
* En viljirðu ákveðið vera á steinaldarfæði, kemur það örugglega ekki í veg fyrir árangur.

Varið ykkur á
verksmiðjum