5119 Fíknarhugtakið

5119

Milli vísinda
og fíknar

Vísindin og fíknin
Næringarfræðin segir okkur að telja kaloríur ofan í okkur og að fara ekki hærra en læknisfræðilega er ráðlagt. Hún segir okkur líka, að borða aðeins á föstum matmálstímum og fá okkur bara einu sinni á diskinn.

Þannig lýkur leiðsögn, sem gerir ráð fyrir, að allir fari eftir reglunum.
* Því miður er málið ekki svona einfalt. Fólk fylgir ekki reglunum.
* Sumir ráða ekki við reglurnar nema með að líta á ofát sem fíkn.

Spurningin er þá, hver sé fíknin.
Er hún fíkn í hegðun eða fíkn í efni og hver er þá hegðunin eða efnið?
Vísindin svara því tregt, enda er matarfíkn áreiðanlega miklu flóknari en áfengisfíkn, tóbaksfíkn eða spilafíkn.

Einfalt og flókið
* Sjálfur losnaði ég við áfengisfíkn fyrir aldarfjórðungi með því að fara í meðferð og taka síðan þátt í tólf spora kerfinu.
* Aðrir hafa náð árangri eftir öðrum leiðum, jóga, hugleiðslu o.s.frv.

Erfiðleikarnir stóðu í rúmt ár, en hurfu síðan.
Ári síðar hætti ég að reykja og missti löngunina á hálfu ári.
Þetta eru einfaldar fíknir, eitt fíkniefni í hvoru tilviki.
En átfíknin er viðameiri og flóknari.
Við hana hef ég slegizt í hálfa öld með misjöfnum árangri framan af.

Reynsla mín af sigri á öðrum fíknum varð mér ekki til nægilegrar hjálpar.
Því segi ég, að engin fíkn jafnist á við matarfíkn.
Gegn henni duga ekki einar sér þær tólf spora aðferðir, sem hafa gefizt vel gegn alkóhóli eða nikótíni.

* Margir eiga erfitt með að tala um of mikla þyngd sína sem afleiðingu fíknar.
* Þá hryllir við tilhugsuninni um meðferðarstofnanir og meintan ræfildóm sinn.
* Þeir neita að vera sjúklingar.
Og það er bara eðlilegt.

* Sumir geta leyst sinn vanda án þess að taka átfíkn eða matarfíkn með í dæmið og það er í fínu lagi. 
* Að mestu fresta ég því umræðu um fíknir aftur í síðari fyrirlestra.
* Þú getur vel náð árangri án þess að velta fyrir þér hugtakinu fíkn.
Það nægir að stefna að hugarró.
Fyrirlestarnir eru einkum hugsaðir fyrir þá, sem hafa prófað ýmsar megrunaraðferðir og mætt ókleifum hömrum.
Ýmist hafa aðferðirnar ekki tekizt eða þá að afturhvarf hefur orðið til fyrra ástands að skömmum tíma liðnum.
Þeir verða sumir að taka fíkn inn í myndina.

Matarfíkn er erfið 
* Matarfíkn er ein versta fíkn, sem um getur. Sú fíkn, sem erfiðast er að ráða við.
* Í öðrum tilvikum eru hættulegu efnin skilgreind: alkóhól, amfetamín, heróín, morfín o.s.frv.
* Lausnin er þá að forðast efnin.

* Við vitum ekki, hvað það er í matnum, sem framkallar fíkn. Þess vegna þarf að fara eftir líkum, forðast sykur, hveiti, sterkju, fitu.
* Og leita lausna í hegðun.
* Koma okkur upp hollari lífsstíl, sem felur í sér hreyfingu, breytt mataræði og matarvenjur.

Nýr lífsstíll einn tekur á erfiðleikum fólks við að fást við matarfíkn umfram aðrar fíknir.
Tekur líka á erfiðleikum þeirra, sem ekki líta á vandann sem fíkn.
Það gerist með breyttum huga og breyttum persónuleika.

Ögrun fyrirlesarans:
* Fyrirlesari um ofþyngd og offitu þarf að átta sig á fjölbreytni vandans.
* Annars höfða ég bara til sumra þeirra, sem eiga við vandamálin að stríða.

*Mér gagnast til dæmis ekki að byggja bara á eigin reynslu, því að reynsla hinna getur verið önnur.
* Mín ögrun er að semja fyrirlestra um mataræði, sem koma öllum að einhverju gagni og sem flestum að nægu gagni.

Fyrirlestrarnir þurfa að gagnast fíknarlausum ofætum og líka hreinum fíklum og fíklum með ýmis afbrigði matarfíknar.
Verkefnið er umfangsmeira en þeirra, sem ræða áfengisfíkn eða spilafíkn einar sér.
Eða eru bara að selja nýjasta steinaldarkúrinn.

Leiðsögn vísinda
dugar ekki fíklum