5137
Leitin að hugarró
“Mér mistókst enn”
Fíklum er stundum sagt, að þeir séu heimskir eða veiklundaðir að geta ekki hamið sig.
Verra er, að þeir segja þetta við sjálfan sig.
“Mér mistókst það enn einu sinni”, segir þú.
* Fíkn er samt ekkert, sem lýtur lögmálum greindar eða viljastyrks.
* Því fyrr, sem þú áttar þig á þessu, því fyrr ertu tilbúinn til að sækja fram á við.
* Sættu þig við þig, sem þú ert og eins og þú ert.
* Sendu þér ekki neikvæð skilaboð um endurtekinn ósigur.
* Sendu þér jákvæða strauma um að eiga skilið að losna við fíknina.
* Það mun taka langan tíma, en það getur að lokum tekizt.
* Oftast í samfélagi óvirkra fíkla.
Allir aðrir í fyrirrúmi
Margir eru þannig gerðir, að þeir eru stöðugt að hugsa um aðra og vandamál þeirra.
Gefa sér ekki tíma til að hugsa um sjálfan sig.
* Hugsaðu þig um. Tekurðu aðra fram yfir sjálfan þig?
* Reynirðu að leysa vandamál annarra og gleymirðu þínum eigin?
* Sýnir þú ekki tilfinningar þínar?
* Viltu, að allir kringum þig séu hamingjusamir?
* Reynirðu sífellt að gera engin mistök?
* Viltu ekki trufla eða tefja aðra?
* Viltu vera traustur og áreiðanlegur, alltaf til reiðu fyrir ættingja og vini?
Ef þú svarar einhverjum þessum spurningum játandi, er líklegt, að þú eigir erfitt með að leysa þinn eigin fituvanda.
Vertu góður við þig
* Gefðu þér tíma fyrir sjálfan þig.
* Leitaðu þér aðstoðar, til dæmis í Overeaters Anonymous.
* Finndu, hvað hentar þér, hvað veldur þér vellíðan og heldur þér frá sífelldu áti.
* Láttu þér líða svo vel, að þú þurfir ekki að borða í þrjá tíma fram að næsta matmálstíma.
* Láttu þér líða svo vel, að þú þurfir þá ekki að borða yfir þig.
* Lærðu að höndla vandamál dagsins og breyta þeim í verkefni.
* Streita er hreint eitur fyrir ofætur.
* Óvæntar uppákomur trufla sálarheill þína.
* Ef hugur og sál eru í jafnvægi, eru meiri líkur en ella á, að þú náir jafnvægi í daglegri neyzlu.
Margslungnar þarfir
Þarfir þínar eru margslungnar.
* Í fyrsta lagi þarftu loft, vatn, mat og hita.
* Í öðru lagi þarftu öryggi og vernd.
* Í þriðja lagi þarftu stöðu í lífinu, virðingu og ást.
* Í fjórða lagi þarftu hæfni og sjálfstraust.
* Í fimmta lagi þarftu forvitni.
* Í sjötta lagi þarftu skipulag, aga og kerfi.
* Í sjöunda lagi þarftu sjálfsfullnægju, gildi, sjálfstjáningu, meiningu með lífinu.
Hér eru mikilvægustu þarfirnar hafðar fremstar.
* Því meira sem þú uppfyllir af þessum þörfum þínum, þeim mun líklegra er, að þú getir haft tök á mataræði þínu eða náð tökum á mataræðinu.
Þér er brýnt að búa við jafnvægi.
Æðruleysi og hugarró
Ofát tengist stundum tilraunum til að ná jafnvægi í þörfum þínum.
Það er eins konar tilraun til eigin lyfjagjafar.
Notar mat eins og aðrir nota lyf til að ná jafnvægi í líkama, sál og huga.
* Þá fyrst skapast möguleiki á hugarró.
Segðu þetta:
“Gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.”
Leitaðu að hugarró