5105 200 kúrar virka ekki

5105

200 kúrar virka ekki

Óviðráðanleg offita
* Offita verður samfélaginu ofsadýr á næstu árum og áratugum.
* Ört munu magnast sjúkdómar, sem fylgja ofáti.
Fimmta hvert barn er þegar of þungt og nærri helmingur fullorðinna.
Ástandið er hér miklu verra en á Norðurlöndum.

* Við drögum dám af óvenjulega óhollum bandarískum lífsstíl í þessu sem ýmsu öðru.
* Fólk, sem lendir í vandræðum með þyngdina, hallast yfirleitt að töfralausnum, hverri á fætur annarri.
* Í stað þess að borða minna og forðast svengdaraukandi mat.

Kominn er tími til að hefja markvissan áróður fyrir heilbrigðu mataræði og heilbrigðri hreyfingu.
Annars verður kostnaður þinn og samfélagsins illviðráðanlegur um síðir.

200 megrunarbækur í boði
* Hvítvínskúrinn virkar ekki og ekki heldur yoga-kúrinn.
* Jesús-kúrinn virkar ekki og ekki heldur zen-kúrinn.
* Wall Street kúrinn virkar ekki og ekki heldur Miami-kúrinn.

* Ef einhver slíkra matarkúra virkaði, væru ekki 200 megrunarbækur á boðstólum í hverri bókabúð í Bandaríkjunum.
* Ef bara ein þeirra virkaði, þyrfti ekki allar þessar bækur.
Þá væri bara ein megrunarbók til sölu.

Ekki eru til neinar einfaldar leiðir að hæfilegri þyngd.
* Þú þarft að vigta matinn ofan í þig, þú kemst ekki hjá því að telja kaloríur.
* Ef þú ert þar á ofan matarfíkill, þarftu að viðurkenna það ærlega og breyta persónu þinni, öðlast hugarró

Líkaminn verst megrun
Vandinn við megrun og matarkúra er margvíslegur.
Helzti gallinn er, að ráðist er á afleiðingu en ekki á orsök.
Orsökin er í lífsháttum og lífsstíl, sem hentar ekki líkamanum.

* Með því að einblína á ofþyngd og offitu eru tölur á vog gerðar að æðsta dómara.
* En líkaminn vill ekki megrun, hefur þróazt á öldum matarskorts.
* Þegar þrengir að, dregur líkaminn úr orkunotkun, notar færri kaloríur yfir daginn.

Fljótlega verður því erfiðara og erfiðara að ná þeim árangri, sem virtist svo efnilegur fyrstu dagana í matarkúr og megrun.
Leiðin til bata við ofáti og offitu liggur á öðrum vettvangi, sem er óháður vog og vigt.
Leiðin til heilsubata liggur í breyttum lífsstíl þínum.

Lífsstíll hraðans víki
* Hætturnar eru alls staðar í umhverfinu.
* Verzlanir eru fullar af ódýrum mat, sem er fullur af sykri og mjöli, óhollum mat og mat, sem framkallar svengd.

Nútíminn er líka orðinn of hraður.
Fólk hefur ekki lengur tíma til neins.
* Hefur ekki tíma til að fara í fiskbúð.
* Hefur ekki tíma til að elda mat eins og í gamla daga.
Kaupir heldur tilbúna rétti og skyndibita.

* Allur þessi lífsstíll stuðlar að vandamálum, sem fá útrás í ofþyngd og offitu.
* Okkar verkefni er að brjótast út úr þessum nýja vana og taka upp lífsstíl, sem hentar heilsu okkar á sál og líkama.
* Þess vegna eru þessir fyrirlestrar.

Misjafnar hindranir
* Fyrir utan mína leið til jafnvægis í borðhaldi, fjalla þessir fyrirlestrar líka um reynslu margra annarra, sem hafa fetað svipaða leið.
* Ég reyni að ná til fólks með misjafnan vanda.

Ég hef heyrt sögur margra af viðureign sinni við ofát og offitu.
Sumir hafa átt við mildari vandamál að stríða og aðrir hafa átt við hastari vandamál að stríða.
Gallinn við matarfíkn er, að engir tveir hafa nákvæmlega sama vanda.

Sumir eru varla fíklar, en aðrir langt leiddir fíklar.
En allir þessir eiga það sameiginlegt að hafa náð tökum á stöðunni.
Hafa breytt lífsstíl, en átt í misjafnlega miklum erfiðleikum á leiðinni.
Fyrirlestrarnir eru fyrir alla breiddina.

200 matarkúrar,
sem virka ekki