5134 Fíkniefni í fæðunni

5134

Fíkniefni í fæðunni

Stöldrum aðeins við.
Fáir geta verið langtímum saman á hnefanum.
En fæstir komast hjá því að vera um stundarsakir á hnefanum.
Einkum þegar þeir byrja fráhaldið.

* Þegar þeir byrja að borða bara þrisvar á dag, fá sér einu sinni á diskinn og ekkert milli mála.
* Þegar þeir taka sykur, hveiti og sterkju af matseðlinum.
* En sjálf kúnstin liggur í öðru.
* Hún felst í nýjum lífsstíl, sem endurspeglar breyttan persónuleika.

* Þú ferð af hnefanum inn á léttu leiðina ljúfu, sem hér er lýst.
* Þú nærð sambandi við þinn æðri mátt og þarft ekki lengur að berjast fyrir fráhaldinu.
* Þannig finnurðu varanlega lausn vandans.

Varastu gikkfæðu
* Margar ofætur hafa náð tímabundnum tökum á mataræði sínu, en lenda síðan í neyzlu efna, sem brjóta tökin niður.
* Vandinn er svonefnd gikkfæða og vísar til gikks á byssu.

* Sum fæða er hreinlega svengdaraukandi.
* Það getur verið misjafnt eftir fólki, hvað er gikkfæða og hvað ekki.
* Matarfíkillinn þarf að láta reynslu sína segja sér, hvað framkallar óviðráðanlega þörf fyrir ofát.

* Flestir nefna sykur og vörur, sem fela í sér sykur.
* Svo og fínt hveiti og vörur, sem fela í sér fínt hveiti.
* Áfengi er líka slæmt, því það dregur úr tilfinningu fólks fyrir, hvað sé hæfilegt og hvað sé umfram það.

Hættulegasti maturinn
Engar sannanir eru fyrir kenningum um, hvaða matur sé hættulegastur fyrir fíkla.
Aðeins er byggt á frásögnum fólks, sem tekur þátt í fundum Overeaters Anonymous, GreySheeters Anonymous og Food Addicts Anonymous.

* Oft eru nefnd hrein efni á borð við sykur eða mikið unninn matur eins og fínt malað hveiti.
* Nær yfir allan mat, sem að einhverju leyti er úr hvítu hveiti eða einhverri tegund sykurs.

* Margir forðast allt malað korn og allar gerðir sykurs.
* Þar með taldar pítsur og samlokur, gervisykur, hunang.
* Aðrir komast af með þrengri skilgreiningu.
Sjálfur set ég ekki blátt bann við öllu þessu.

Fíkniefni í fæðunni
Ef þú átt erfitt með að hugsa þér líf án sætinda, ertu á hættulegri braut.
* Það er munurinn á fíkniefnum og mat.
* Þú getur hugsað þér líf án gulróta, en ekki án konfekts.

Hvað er það fleira í matnum, sem þú getur ekki hugsað þér að missa af?
* Oftast eru það sætindi, iðulega eru það hveitivörur og stundum er það fita.
* Þú verður sjálfur að finna, hvaða vörur eru fíkniefni fyrir þig og losa þig við þau.

Til dæmis er súkkulaði ekki fíkniefni fyrir mig, en getur hæglega verið fíkniefni fyrir þig.
Matarfíkn er nefnilega margslungin.
Sennilega er hún sambland ýmissa fíkna í efni í bland við fíkn í hegðun, át.

Eldleg ást á súkkulaði
Margir næringarfræðingar eiga erfitt með að skilja, að matvæli geti verið hættuleg fíkniefni.
Þú verður því að segja skilið við þá, ef í ljós kemur, að þú ræður ekki við einhverjar tegundir af mat.

* Þessar tegundir framkalla óviðráðanlega þörf í meira af sama mat eða bara í mat yfirleitt.
* Sambúð fíkla við ýmsan mat er ekki heilbrigð.
* Þá einkennist sambúðin af þráhyggju, sem setur mark sitt á daglegt líf þitt.

Þú safnar súkkulaði, felur súkkulaði, hugsar um súkkulaði.
Hugsun þín er orðin eins brengluð og venjulegra fíkla.
Því leyfum við okkur að tala um vöru eins og sykur sem fíkniefni, gegn vilja margra næringarfræðinga.

Fíkniefni
í fæðunni