5106 Hreyfingin er fjórðungur

5106

Hreyfingin er fjórðungur

Hreyfingin er fjórðungur
* Þú gengur ekki af þér spikið og tekur það ekki á þrekhjóli.
* Rétt mataræði er mikilvægara.
* Góð hreyfing í klukkustund á dag fimm sinnum í viku er að vísu nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu lífi.

Kannski má meta slíka hreyfingu upp á fjórðung í baráttunni gegn offitu.
Þrír fjórðu koma frá réttum mat, réttu borðhaldi, skipulagi matarvenja og persónubreytingu.
* Matur er gróft reiknað þrír fjórðu vandans
* og hreyfing er einn fjórði.

Í hreyfingunni skipta þrekæfingar mestu.
Göngu/hlaupabretti, þrekhjól eða skíðagönguvél, ganga eða hlaup samfellt í hálftíma eða lengur.
* Taktu af þér 300 kaloríur á dag í ýmiss konar hreyfingu.

Vikan mín í ræktinni
* Ég fer í ræktina næstum daglega, sex-sjö sinnum í viku.
* Þar er ég hálftíma á skíðagönguvél og brenni þar 300 kaloríum.

Ef þér leiðist að vera á einu tæki í hálftíma, geturðu verið í tíu mínútur á skíðagönguvél, tíu á þrekhjóli og tíu á göngu/hlaupabretti. Gefur tilbreytingu.
Síðan tæpan hálftíma í lyftingatækjum og loks kortér í teygju.
Gera alls 500 kaloríur, rúmlega það, sem ég vil missa.

* Hálftími fimm sinnum í viku nægir raunar í brennsluna.
* Það er sú hreyfing, sem heilsustofnanir mæla með.
* Kaloríutalningin miðast við, að þú stundir hreyfingu að því marki.

Þú velur þína kosti
* Ég nota mest skíðagönguvélina, því að hún fer létt með hné og liði.
* Er orðinn 72 ára og er stirður til gangs eftir langvinna offitu.
* Gefst því upp á göngu og hjólreiðum, sem reyna meira á hné.

* Skíðagönguvélin ofbýður mér ekki. Hún dreifir þunganum upp í efri hluta líkamans.
* Væri ég á bezta aldri, mundi ég fara út að ganga.
* Það er skemmtilegasta hreyfingin og hentar bezt þeim, sem ekki eru yfir sig hrifnir af heilsurækt.

* Stafaganga er afbrigði af göngu, sem virkar svipað og skíðagönguvél.
Stafirnir dreifa þunga átaksins upp úr fótunum.
* Kostir þínir í stöðunni eru margir og þú velur bara þá heilsurækt, sem hentar þér bezt.

* Margt fleira brennir kaloríum en útivist og heilsuræktarstöðvar.
Þú brennir hundrað kaloríum á að hlaupa fjórar mínútur upp stiga.
* Eða á að halda á smábarni í 25 mínútur.
* Eða með því að bera út blöð í 25 mínútur.
* Eða með því að vinna í verzlun í hálftíma.

* Sex tímar standandi í verzlun brenna nærri tólfhundruð kaloríum.
Tilvalin vinna fyrir ofætur, enda geta þær tæpast borðað á meðan!
* Þú brennir líka kaloríum við að elda mat og að stunda heimilisstörf.

* Vefsíðurnar Matardagbokin.is og KeyHabits.is birta langa lista um brennslu við alls konar hreyfingu.
* Nóg er við að vera, þótt þér kunni að leiðast að hanga lengi á þrekhjóli.

* Ekki ofmeta mátt hreyfingarinnar.
Ein kleina er 20 mínútur í ræktinni.
Þótt hreyfing sé nauðsynleg, er hún engan veginn fullnægjandi.
* Ekki er hægt að ná af sér offitu með hreyfingu einni.

Sért þú á skíðagönguvél í tuttugu mínútur, nærðu af þér sem svarar einni kleinu, kannski 250 kaloríum.
Eða einu laufabrauði, 200 kaloríum.
Tertusneiðin í fjölskylduboðinu er líklega mun þyngri.
Þú nærð ekki af þér öllum jólasyndum í ræktinni.

Þú þyrftir þá að vera á slíkri vél eða á þrekhjóli eða göngubretti lungann úr deginum.
Gerðu ekki ráð fyrir að leysa meira en fjórðung ofþyngdar með hreyfingu.
Hinir þrír fjórðu hlutar batans verða að koma frá breyttu mataræði og lífsstíl.

Hreyfingin er fjórðungur batans