Þjóðleiðir

Nýidalur

Frá fjallaskálanum í Nýjadal á Sprengisandi að fjallaskálanum Versölum á Sprengisandi.

Syðri hluti jeppavegarins um Sprengisand. Sjá nyrðri hlutann undir heitinu Fjórðungsalda. Sjá líka almennan kafla um Sprengisand. Nýidalur og Fjórðungsalda eru eystri leiðin um Sprengisand. Hestamenn kjósa frekar að fara um gróðursælli Gnúpverjaafrétt í Arnarfell og þaðan austur um Þjórsárver og norður í Laugafell. Sú leið er í þessu safni kölluð Háöldur. Þegar Guðmundur góði Arason biskup flúði undan Eyfirðingum 1220, fór hann um Bárðardal í Odda með fjölmennt lið fátæklinga og förufólks.

Förum frá fjallaskálanum í Nýjadal í 800 metra hæð suðvestur Sprengisandsveg, framhjá afleggjaranum Styttingi vestur að Þjórsárlóni, að Kistuöldu, þar sem er þverleið vestur að Kvíslavatni. Höldum áfram suður, fyrir vestan Skrokköldu og síðan til suðvesturs að Hnöttóttuöldu. Förum norður og vestur fyrir ölduna og síða upp á Þveröldu. Þaðan suður og vestur að fjallaskálanum Versölum í 620 metra hæð.

57,5 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Nýidalur: N64 44.103 W18 04.323.
Versalir: N64 27.063 W18 44.975.
Litlu-Versalir: N64 27.053 W18 44.985.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Fjórðungsalda.
Nálægar leiðir: Hágöngulón, Gásasandur, Kambsfell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Núpsstaðaskógar

Frá Núpsstað í Núpstaðaskóga og til baka aftur.

Núpsstaðaskógar eru fögur skógarvin, sem fáir þekkja. Hún er afskekkt austast í Fljótshverfi á jaðri Skeiðarársands, inn á milli skriðjökuls og hárra fjalla. Jeppavegur þangað er þungur og fara þarf yfir Súlu á grýttu og straumþungu vaði. Betra er að fara þessa leið á hestum. Fram og til baka frá Rauðabergi er það létt dagleið. Mestur er skógurinn í Kálfsklifi og fara má þangað á hestum næstum alla leið.

Förum frá Rauðabergi til austurs undir hlíðum Fögrutungubrúa að Núpsstað. Þaðan inn Fjaðrárdal og yfir Fjaðrá norðan þjóðvegar 1 um Fljótshverfi. Síðan meðfram Lómagnúp, upp í Núpshlíðar og eftir þeim fyrir stafn núpsins og inn með honum að austanverðu. Síðan niður úr hlíðunum niður á aura Núpsvatna við Seldal. Síðan áfram norður aurana á jeppaslóð að Súlu, sem rennur frá Skeiðarárjökli að Núpsá og er þvert á leið okkar. Við förum gætilega yfir Súlu og áfram slóðina inn aurana. Hér þrengist dalurinn, Loftsárhnjúkur er að vesta og Bunki að austan. Skógur er í undirhlíðunum beggja vegna. Við komumst á austurjaðri Núpsár í Staðarhól. Þar verður að skilja hestana eftir og ganga stuttan spöl að Kálfsklifi. Síðan sömu leið til baka að Rauðabergi.

18,7 km
Skaftafellssýslur

Nálægar leiðir: Flosavegur, Bárðargata, Núpahraun.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Núpskatla

Frá Oddsstöðum á Melrakkasléttu um Núpskötlu að Kópaskeri.

Rauðinúpur er 75 metra hátt bjarg.  Viti stendur á núpnum og í honum er ógrynni af bjargfugli, sem er lítið nytjaður, enda er bjargið sprungið og hættulegt. Guðmundur Magnússon rithöfundur, öðru nafni Jón Trausti, ólst upp í Núpskötlu.

Förum frá Oddsstöðum vestur í Núpskötlu austan við Rauðanúp, suður með Kötluvatni austanverðu, vestur fyrir suðurbotn þess, vestur í Grjótnes. Síðan suður með ströndinni í Leirhöfn. Að lokum suður með þjóðvegi 85 um Hafnarskörð, að Kópaskeri.

29,4 km
Þingeyjarsýslur

Nálægir ferlar: Grjótnes

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Núpdælagötur 2

Frá Efra-Núpi í Núpsdal í Miðfirði að Norðlingafljóti í Borgarfirði.

Árið 1242 fór Kolbeinn ungi með 600 manna lið um Núpdælagötur til að veita Þórði kakala fyrirsát í Borgarfirði. Þetta var 27. nóvember. ”Svo var veðri farið er þeir riðu á heiðina, að um morguninn var á krapadrífa og vindur lítill og urðu menn alvotir. En er leið á daginn tók að frysta; hljóp þá veðrið í norður.” Menn villtust og hröktust um heiðina, nokkrir dóu og aðra kól. Lét Kolbeinn menn glíma til að halda á sér hita. Í stað þess að halda niður Hvítársíðu og fara yfir Norðurá, fór Kolbeinn yfir Hvítá og í Reykholt. Missti því naumlega af Þórði, sem fór um Bæjarsveit norður yfir Hvítá á sama tíma. Kolbeinn varð því að fara tvisvar yfir Hvítá og tafðist við það. Og missti af Þórði norðvestur Mýrar og út á Löngufjörur. Hér er lýst krókóttari leið, sem betur er fær að sumri.

Frá Efra-Núpi eru til tvær leiðir, sem kallaðar eru Núpdælagötur. Hér er leiðin, sem Þorsteinn Þorsteinsson lýsir í Árbók FÍ 1962: Við förum frá Efra-Núpi fram dalinn með Núpsá að austanverðu. Vestur frá Kvíslavötnum beygjum við þvert til austurs og förum milli Kvíslarvatna. Síðan um Kvíslavatnahæð og fyrir vestan og sunnan Þorvaldsvatn að Halldórshóli. Síðan suðsuðaustur í stefnu á miðjan Eiríksjökul, yfir Syðri-Kvísl vestan Hólmavatns. Sveigjum smám saman meira í vestur frá suðri, förum yfir Leggjabrjót. Síðan fyrir suðaustan Ketilvatn og þá til suðurs yfir Hraungarða og um Merkjastein. Næst förum við yfir jeppaslóð að Urðhæðarvatni, sem er vestan við okkur. Við förum suður að Úlfsvatni og vestur fyrir það og síðan suður um Silungslækjarsund og kargaþýfðan Hagldamóa og að Einbúa fyrir austan Þorgeirsvatn. Þaðan förum við suður að Núpdælavaði ofan við Bjarnafoss í Norðlingafljóti og upp á veginn á Þorvaldshálsi.

35,0 km
Húnavatnssýslur, Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Úlfsvatnsskáli: N64 53.880 W20 38.520.

Nálægir ferlar: Norðlingafljót.
Nálægar leiðir: Steinheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Núpdælagötur 1

Frá Efra-Núpi í Núpsdal í Miðfirði að Norðlingafljóti í Borgarfirði.

Árið 1242 fór Kolbeinn ungi með 600 manna lið um Núpdælagötur til að veita Þórði kakala fyrirsát í Borgarfirði. Þetta var 27. nóvember. ”Svo var veðri farið er þeir riðu á heiðina, að um morguninn var á krapadrífa og vindur lítill og urðu menn alvotir. En er leið á daginn tók að frysta; hljóp þá veðrið í norður.” Menn villtust og hröktust um heiðina, nokkrir dóu og aðra kól. Lét Kolbeinn menn glíma til að halda á sér hita. Í stað þess að halda áfram niður Hvítársíðu og fara síðan yfir Norðurá, fór Kolbeinn yfir Hvítá og í Reykholt. Þurfti því að fara Hvítá tvisvar og tafðist við það. Missti því naumlega af Þórði, sem fór um Bæjarsveit norður yfir Hvítá á sama tíma. Kolbeinn missti af Þórði norðvestur Mýrar og út á Löngufjörur. Hér er lýst slíkri vetrarleið milli Núpsdals og Úlfsvatns.

Förum frá Efra-Núpi fram dalinn með Núpsá að austanverðu, síðan heiðina í beinu framhaldi alla leið að Urðhæðarvatni. Norðan þess komum við á veiðislóð að sunnanverðu. Við fylgjum henni fyrst í austur að Urðarvatnsskála og síðan austur fyrir Úlfsvatn, í 460 metra hæð, og suður fyrir það. Þaðan liggur jeppaslóðin beint suður að Norðlingafljóti. Þar förum við yfir fljótið á vaði og komum þá á Þorvaldshálsi á veginn um Arnarvatnsheiði. Um miðja nítjándu öld var samkvæmt Íslandskorti Björns Gunnlaugssonar farið vestur fyrir Úlfsvatn og síðan yfir Norðlingafljót nokkru neðar en núna. Þar heitir Núpdælavað á fljótinu, rétt ofan við Bjarnafoss. Lýsingu þess kafla má líka sjá í Árbók FÍ 1962 eftir Þorstein Þorsteinsson. Við komu veiðislóðarinnar hefur syðsti hluti Núpdælagatna þannig færzt austar.

38,8 km
Húnavatnssýslur, Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Úlfsvatn: N64 53.130 W20 34.958.

Nálægir ferlar: Norðlingafljót.
Nálægar leiðir: Steinheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Núpahraun

Frá Rauðabergi í Fljótshverfi um Núpaheiði í Núpahraun.

Núpahraun er þrettánda stærsta hraun á Íslandi, 230 ferkílómetrar.

Förum frá Rauðabergi vestur fyrir mynni Djúpadals og síðan vestur með Kotafjalli og Bakkafjalli upp á Núpaheiði. Síðan norður heiðina i Núpahraun.

18,2 km
Skaftafellssýslur

Nálægar leiðir: Núpsstaðaskógur, Flosavegur, Bárðargata.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Nónhorn

Tengileið milli Breiðadalsheiðar um Nónhorn til Þóruskarðs.

Byrjum í skarðinu á Breiðadalsheiði. Förum til austurs fyrir Horn og síðan austsuðaustur yfir Fellsháls og áfram fyrir norðan Nónhorn. Þar sveigjum við í hlíðinni til suðurs og komum á Þóruskarðsleið þar sem brekkurnar hefjast til skarðsins.

7,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Breiðadalsheiði, Þverfjall, Þóruskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Nónborg

Frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit um Hólafjall og Nónborg í Skeggaxlarskarð.

Förum frá Skerðingsstöðum til fjalls, norðvestur og upp í Hólafjall, hjá Nónborg milli Þverár og Lambadalsár og áfram norðvestur, þar til við komum í Skeggaxlarskarð í 690 metra hæð. Þaðan eru margar leiðir í ýmsa dali.

9,8 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Fáskrúð.
Nálægar leiðir: Hvammsfjörður, Hvammsá, Náttmálahæðir, Búðardalur, Skeggaxlarskarð, Sælingsdalur, Þverdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag

Norðureyrargil

Frá Meiribakka í Skálavík til Norðureyrar í Súgandafirði.

Snarbratt í Bakkaskarði, en ekki klettar. Af brún Norðureyrargils er mikið útsýni yfir Súgandafjörð.

Förum frá Meiribakka eða Ásgerðarbúð suðsuðvestur í Bakkadal og síðan suðvestur upp snarbratt Bakkaskarð norðan megin í dalbotninum. Suður fjallið í 520 metra hæð og fram á brún Norðureyrargils. Förum þar suður og niður að Norðureyri.

5,3 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk
Mjög bratt

Skálar:
Ásgerðarbúð: N66 10.887 W23 28.530.

Nálægar leiðir: Hraunsdalur, Skálavíkurheiði, Ófæra, Bakkaskarð, Súgandi.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Norðlingafljót

Frá Arnarvatni að Stóra-Ási í Hálsasveit.

Arnarvatnsheiði er borgfirzki hluti stærra heiðasvæðis. Við förum um fjölbreytt landslag með útsýni til suðurs, einkum Langjökuls fjær og Eiríksjökuls nær. Stök fjöll standa upp úr, Bláfell á Stórasandi, Krákur við Langjökul og Strúturinn ofan við Kalmanstungu. Í Álftakróki er fjallaskáli í gróðursælu umhverfi. Að fornu héldu sig þar oft sekir menn. Hellismannasaga segir frá fyrirsát í Vopnalág. Hún er uppþornaður og algróinn farvegur Norðlingafljóts, skemmdur af völdum torfæruhjóla. Surtshellir er þekktasti hellir landsins. Í Surtshelli lét Sturla Sighvatsson 1236 skera í augu Órækju Snorrasonar og skera undan honum annað eistað. Fleiri þekktir hellar eru í Hallmundarhrauni. Jeppafær er öll leiðin, sem hér er lýst að neðan.

Förum frá skálanum Hnúabaki á Arnarvatnsheiði í 540 metra hæð og höldum vestan vatnsins og austan við Svartarhæð til suðurs að nyrðri slóðinni yfir Arnarvatnsheiði. Förum yfir þá slóð og áfram til suðurs Arnarvatnshæðir að syðri slóðinni yfir heiðina. Beygjum til suðvesturs eftir þeirri slóð og fylgjum henni áfram suðvestur um Mordísarhæð, förum suðaustan við Mordísarvatn að skálanum í Álftakróki, í 480 metra hæð. Frá skálanum fylgjum við slóðinni áfram til suðvesturs, með vesturströnd Núpavatns og síðan að þægilegu Helluvaði á Norðlingafljóti. Við förum yfir ána og síðan áfram suðvestur um grýttan Þorvaldsháls, stuttan kafla meðfram Norðlingafljóti, um Fremri-Fugleyrar og Vopnalág, síðan áfram að Surtshelli. Næst förum við áfram suðvestur milli Strútsins í suðaustri og Fljótstunguháls í norðvestri. Fylgjum vegi upp og suður Skeljalág og vestur um Skeljaháls að þjóðvegi 518, sem við förum til vesturs. Yfir Norðlingafljót á brú, og síðan með vegi norðaustur að Fljótstungu. Næst suðvestur með Kolsstaðahnjúkum. Áfram veginn að Bjarnastöðum, þar sem við beygjum til suðurs eftir þjóðvegi 523 yfir brú á Hvítá, heim að Stóra-Ási.

53,8 km
Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Hnúabak: N64 57.644 W20 21.907.
Álftakrókur: N64 53.274 W20 26.388.

Nálægir ferlar: Arnarvatnsheiði, Suðurmannasandfell, Fljótsdrög, Aðalbólsheiði, Hvítársíða.
Nálægar leiðir: Núpdælagötur, Tvídægra, Strúturinn, Húsafell.

Skrásetjari: Steingrímur Kristinsson
Heimild: Jónas Kristjánsson og Steingrímur Kristinsson

Norðdalsskarð

Frá Klyppstað í Loðmundarfirði um Norðdalsskarð að Hjartarstöðum í Eiðaþinghá.

Var löngum alfaravegur, en brekkurnar upp úr Loðmundarfirði eru torfærari en áður var. Tóarvegur er þekktari leið til Fljótsdalshéraðs og liggur sunnar í landinu, upp úr Bárðarstaðadal.

Förum frá Klyppstað vestur í Norðdal og síðan vestnorðvestur dalinn að Kolahrauni. Þar förum við norður og upp í dalbotninn og síðan vestur og upp í Mosdal. Þaðan vestsuðvestur í Norðdalsskarð norðan undir Norðdalshnjúk og beygjum til vesturs, þegar upp er komið. Þar erum við í 900 metra hæð. Förum vestur og vestnorðvestur í Botndal fyrir sunnan Botndalsfjall að Hjartarstöðum.

20,8 km
Austfirðir

Skálar:
Klyppstaður: N65 21.867 W13 54.051.

Nálægar leiðir: Tó, Loðmundarfjörður, Hjálmárdalsheiði, Kækjuskörð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins

Nesdalsskarð

Frá Hrauni á Ingjaldssandi um Nesdalsskarð að Nesdal.

Þægileg leið á gömlum jeppaslóða. Í Nesdal er skeljasandsfjara.

Förum frá Hrauni suðvestur hlíðina upp í Hraunsdal. Síðan vestur Hraundal upp að Nesdalsskarði. Norðvestur skarðið í 390 metra hæð og áfram norðvestur Nesdal og fyrir norðan Nesdalsvatn að neyðarskýlinu í Nesdal.

7,4 km
Vestfirðir

Skálar:
Nesdalur: N66 02.497 W23 48.283.

Jeppafært

Nálægar leiðir: Sandsheiði

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Náttmálahæðir

Frá Hofakri í Hvammsveit um Náttmálahæðir í Skeggaxlarskarð.

Förum frá Hofakri norðvestur til fjalls vestan við gilin sem liggja niður í Skeggjadal en austan Skothryggjar. Förum svo austan Skeggaxlar í Skeggaxlarskarð í 690 metra hæð. Þaðan eru margar leiðir í ýmsa dali.

12,6 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægir ferlar: Fáskrúð.
Nálægar leiðir: Hvammsfjörður, Hvammsá, Nónborg, Búðardalur, Skeggaxlarskarð, Sælingsdalur, Þverdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Glaður, hestamannafélag

Nautavað

Frá Þjórsárholti um Nautavað í Fjártanga sunnan Þjórsár.

Enginn fer yfir Nautavað án leiðsagnar Árna Ísleifssonar í Þjórsárholti. Vaðið er stórgrýtt og varasamt að norðanverðu, en hvergi óþægilega djúpt. Syðri hluti vaðsins er auðriðinn. Árni Ísleifsson bóndi í Þjórsárholti, segir: “Nautavað í Þjórsá er alltaf eins, ein helzta samgönguæð Suðurlands frá fornu fari. Það er breitt og með góðum botni, nema vestast, þar sem það er dálítið grýtt.” Sagan segir, að strokunaut frá Páli Jónssyni, biskupi í Skálholti við upphaf Sturlungaaldar, hafi fundið vaðið. Frægt er, að Gottsveinn Jónsson óð vaðið á nítjándu öld í bónorðsferð til Kristínar í Steinsholti. Setti hann grjót í vasana til að fljóta ekki upp.

Förum frá Þjórsárholti suður og niður á Vaðvöll, suður yfir Þjórsá, þar sem hún er breiðust, um Vaðeyri og Vindáshólma, og tökum land í Fjártanga sunnan Þjórsár.

1,8 km
Árnessýsla, Rangárvallasýsla

Ekki fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Hagavað, Þjórsárholt, Vaðvöllur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Naustvíkurskarð

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Bæ í Trékyllisvík að Naustavík í Reykjafirði.

Nafn Kaupstaðarvörðu stafar af, að þar sáu menn fyrst suður til verzlunarstaðarins Kúvíkna.

Förum frá Bæ. Gönguleiðarskilti vísar þar veginn. Förum suður og upp Naustavíkurskarð um Kaupstaðarvörðu í 260 metra hæð og síðan suður og bratt niður með Árnesá að þjóðvegi 643 í Naustavík.

4,2 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Göngumannaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort