Naustvíkurskarð

Strandasýsla, Þjóðleiðir

Frá Bæ í Trékyllisvík að Naustavík í Reykjafirði.

Nafn Kaupstaðarvörðu stafar af, að þar sáu menn fyrst suður til verzlunarstaðarins Kúvíkna.

Förum frá Bæ. Gönguleiðarskilti vísar þar veginn. Förum suður og upp Naustavíkurskarð um Kaupstaðarvörðu í 260 metra hæð og síðan suður og bratt niður með Árnesá að þjóðvegi 643 í Naustavík.

4,2 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Göngumannaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort