Nautavað

Frá Þjórsárholti um Nautavað í Fjártanga sunnan Þjórsár.

Enginn fer yfir Nautavað án leiðsagnar Árna Ísleifssonar í Þjórsárholti. Vaðið er stórgrýtt og varasamt að norðanverðu, en hvergi óþægilega djúpt. Syðri hluti vaðsins er auðriðinn. Árni Ísleifsson bóndi í Þjórsárholti, segir: “Nautavað í Þjórsá er alltaf eins, ein helzta samgönguæð Suðurlands frá fornu fari. Það er breitt og með góðum botni, nema vestast, þar sem það er dálítið grýtt.” Sagan segir, að strokunaut frá Páli Jónssyni, biskupi í Skálholti við upphaf Sturlungaaldar, hafi fundið vaðið. Frægt er, að Gottsveinn Jónsson óð vaðið á nítjándu öld í bónorðsferð til Kristínar í Steinsholti. Setti hann grjót í vasana til að fljóta ekki upp.

Förum frá Þjórsárholti suður og niður á Vaðvöll, suður yfir Þjórsá, þar sem hún er breiðust, um Vaðeyri og Vindáshólma, og tökum land í Fjártanga sunnan Þjórsár.

1,8 km
Árnessýsla, Rangárvallasýsla

Ekki fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Hagavað, Þjórsárholt, Vaðvöllur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson