Vatnadalur

Frá Gilsfjarðarbrekku í Gilsfirði um Vatnadal að Heiðarbæ í Steingrímsfirði.

Leiðin er kölluð Hallruni í Ferðabók Eggerts Ólafssonar. Ef menn fara ekki niður Vatnadal og Miðdal, heldur lenda of norðvestarlega, geta þeir lent á 600 metra hamrabrún Leiðaraxlar ofan dalsins. Sagt er, að þar hafi orðið stórslys fyrr á öldum. Átján útróðramenn úr Dölum hafi hrapað þar.

Förum frá Gilsfjarðarbrekku norður Brekkudal og sneiðing upp í Brekkufjall og norður yfir fjallið í 390 metra hæð. Norður af fjallinu og niður í Vatnadal. Norðnorðaustur eftir dalnum, milli Hraundalsmúla að vestan og Gestsstaðamúla að austan. Þar heitir dalurinn Miðdalur. Áfram norðnorðaustur með Miðdalsá að Heiðabæ.

21,3 km
Vestfirðir

Nálægir ferlar: Krossárdalur, Snartartunguheiði.
Nálægar leiðir: Steinadalsheiði, Tröllatunguheiði, Bæjardalsheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins