Þorskafjarðarheiði

Frá Þorskafirði til Langadalsstrandar í Ísafirði.

Reiðleiðin liggur fimm kílómetrum vestan bílvegarins um Þorskafjarðarheiði. Greinileg reiðleið, fjölfarin á fyrri öldum.

Byrjum við þjóðveg 60 í Skálmardal við mynni Þorgeirsdals. Förum norður Þorgeirsdal vestan Múlafjalls. Síðan norður og upp Göltur austan dalsins, um Fremri-Fjalldal og þaðan norður á heiðina vestan Gedduvatns, mest í 480 metra hæð. Svo norðnorðvestur um Bröttubrekku og Högn og loks sneiðing um Heiðarbrekkur norðvestur og niður í Langadal. Norður eftir dalnum endilöngum niður að sjó á Langadalsströnd milli Nauteyrar og Arngerðareyrar.

38,7 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Svelgur, Kollabúðarheiði, Langidalur, Kálfárgljúfur, Steingrímsfjarðarheiði, Brekkufjall.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort