Tunguheiði

Frá Örlygshöfn um Tunguheiði upp á Kóngshæðarleið.

Á Hnjóti í Örlygshöfn er minjasafn Egils Ólafssonar um búskap og sjósókn fyrri alda, einnig gamlir bátar og flugminjar. Þar er minnisvarði um þá, sem hafa farizt við Látrabjarg.

Förum frá Tungu vestur Tungudal og norðvestur á Tunguheiði, í 330 metra hæð við vörðuna Digra-Eyjólf sunnan Hádegishæðar. Síðan til vesturs sunnan við Haugabrún. Þar komum við á Kóngshæðarleið, sem liggur milli Kollsvíkur og Keflavíkur.

6,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Kóngshæð, Hafnarfjall, Hnjótsheiði, Mosdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort