Vaðalfjallaheiði

Frá Hríshóli í Geiradalshreppi um Vaðalfjallaheiði norður á Kollabúðaheiði sunnan við Miðheiðarvatn.

Förum frá Hríshóli til norðurs milli Hríshólsháls að vestanverðu og Þverár að austanverðu. Síðan til norðurs með Hríshólsfjalli að vestanverðu. Áfram norður milli Sauðadals að vestanverðu og Sandfells að austanverðu. Síðan norður að Músaá og með ánni að vestanverðu og einnig vestan við Músaárvatn. Áfram í óbreytta stefnu og komum á slóðina um Kollabúðaheiði sunnan við Miðheiðarvatn.

16,6 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Vaðalfjöll, Reykjanes, Hafrafell, Laxárdalsheiði, Kollabúðaheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort