Svelgur

Frá Kollabúðum í Þorskafirði á reiðleiðina um Þorskafjarðarheiði til Ísafjarðardjúps.

Á Kollabúðum voru haldnir Kollabúðafundir á 19. öld og þar hafa Þorskafjarðarþing líklega verið háð að fornu. Þjóðverjar höfðu hér verzlun í lok 16. aldar.

Förum frá Kollabúðum norður Kollabúðardal austan Hvannahlíðarfjalls um Svartagil og Þingmannarjóður. Norðan Hvannahlíðarfjalls förum við sneiðinga norðnorðvestur Nautatungur upp á Þorskafjarðarheiði. Komum þar á Fjölskylduholti á reiðleiðina yfir heiðina við Fremri-Fjalldalsá.

11,8 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Þorskafjarðarheiði, Kollabúðarheiði.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort