Árnessýsla austur

Lambafell

Frá fjallaskálanum í Bjarnalækjarbotnum um Lambafell til fjallaskálans undir Klakki.

Förum frá fjallaskálanum í Bjarnalækjarbotnum á Gnúpverjaafrétt norðnorðvestur milli Eystra-Rjúpnafells að sunnan og Lambafells að norðan. Síðan beint norður fyrir austan Öræfaskyggni að fjallaskálanum Klakki undir fjallinu Klakki í Kerlingarfjöllum.

18,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Bjarnalækjarbotnar: N64 24.833 W19 09.826.
Klakkur: N64 34.026 W19 16.423.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Kópsvatnseyrar 2

Frá Kópsvatni í Hrunamannahreppi yfir Hvítá að Bræðratungu í Biskupstungum.

Kópsvatnseyrar er heiti á nokkrum vöðum í Hvítá á þriggja kílómetra kafla norðan frá gljúfrum suður að nýju brúnni við Bræðratungu. Á öllu þessu svæði rennur áin á eyrum og breytir sér, svo að haga verður ferð eftir aðstæðum. Á ritunartíma Íslendingasagna og Sturlungu var áin riðin syðst, ofan Grámels á móts við Flosatraðir. Það er ekki lengur nothæft vað, né heldur efsta vaðið fyrir neðan gljúfrin. Á síðustu öldum hefur einkum verið notað efra vaðið á kortinu, en síðustu árin hefur neðra vaðið meira verið notað, merkt Kópsvatnseyrar 2.

Kópsvatnseyrar hafa allar aldir verið tíðfarið vað á Hvítá. Hér lágu leiðir til Skálholts frá Hruna, Keldum, Odda og öðrum höfuðbólum Suðurlands. Vaðið er gott, en farið það eingöngu með leiðsögn staðkunnugra. Annað vað er aðeins neðar, beint yfir ána frá Hvítárholti yfir Grashólma í Vaðeyri norðan ár og þaðan norður í Bræðratungu. Einnig var svonefnt Steypuvað ofan við Skipholtsfjall og neðan við Drumboddsstaða. Fyrr á öldum var farið áfram frá Bræðratungu vestur að Tungufljóti, þar sem það rennur í Hvítá og þar á ferju yfir Tungufljót, sem lengi hefur verið óreitt á þessu svæði. Síðan um Reykjavelli í Skálholt. Til að komast á vaði yfir Tungufljót varð annars að fara upp að Fossvaði, Réttavaði eða Valdavaði, sem eru öll, þar sem efri og eldri brúin er á Tungufljóti sunnan við Einholt. Það er töluverður krókur, sé leiðinni heitið til Skálholts.

Förum frá Kópsvatni vestur að Hvítá tæpum kílómetra norðan brúar. Förum norðnorðaustur um stóru eyrina og síðan vestur yfir síðasta álinn og loks vestur að Bræðratungu. Sjá betur á korti. Farið vaðið eingöngu með kunnugum. Nú á dögum fara menn frekar um brúna.

4,8 km
Árnessýsla

Ekki fyrir göngufólk

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jón Hermannsson

Kópsvatnseyrar 1

Frá Kópsvatni í Hrunamannahreppi yfir Hvítá að Bræðratungu í Biskupstungum.

Kópsvatnseyrar er heiti á nokkrum vöðum í Hvítá á þriggja kílómetra kafla norðan frá gljúfrum suður að nýju brúnni við Bræðratungu. Á öllu þessu svæði rennur áin á eyrum og breytir sér, svo að haga verður ferð eftir aðstæðum. Á ritunartíma Íslendingasagna og Sturlungu var áin riðin syðst, ofan Grámels á móts við Flosatraðir. Það er ekki lengur nothæft vað, né heldur efsta vaðið fyrir neðan gljúfrin. Á síðustu öldum hefur einkum verið notað efra vaðið á kortinu, en síðustu árin hefur neðra vaðið meira verið notað, merkt Kópsvatnseyrar 2.

Kópsvatnseyrar hafa allar aldir verið tíðfarið vað á Hvítá. Hér lágu leiðir til Skálholts frá Hruna, Keldum, Odda og öðrum höfuðbólum Suðurlands. Vaðið er gott, en farið það eingöngu með leiðsögn staðkunnugra. Annað vað er aðeins neðar, beint yfir ána frá Hvítárholti yfir Grashólma í Vaðeyri norðan ár og þaðan norður í Bræðratungu. Einnig var svonefnt Steypuvað ofan við Skipholtsfjall og neðan við Drumboddsstaða. Fyrr á öldum var farið áfram frá Bræðratungu vestur að Tungufljóti, þar sem það rennur í Hvítá og þar á ferju yfir Tungufljót, sem lengi hefur verið óreitt á þessu svæði. Síðan um Reykjavelli í Skálholt. Til að komast á vaði yfir Tungufljót varð annars að fara upp að Fossvaði, Réttavaði eða Valdavaði, sem eru öll, þar sem efri og eldri brúin er á Tungufljóti sunnan við Einholt. Það er töluverður krókur, sé leiðinni heitið til Skálholts.

Förum frá Kópsvatni vestnorðvestur að Hvítá og síðan norðnorðvestur um Kópsvatnseyrar á móti straumi og loks vestsuðvestur í Bræðratungu í Biskupstungum. Sjá betur á korti. Farið vaðið eingöngu með kunnugum. Nú á dögum fara menn frekar um brúna.

4,4 km
Árnessýsla

Ekki fyrir göngufólk

Nálægar leiðir: Stóriskyggnir, Hvítárbakkar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jón Hermannsson

Kóngsás 2

Frá skálanum í Gljúfurleit að skálanum í Bjarnalækjarbotnum.

Þetta er ekki reiðleiðin, sem er hluti hins forna Sprengisandsvegar. Hér er lýst jeppaslóðinni, sem liggur mun vestar en reiðslóðin.

Á tveimur stöðum liggja þverslóðir niður að fossum í Þjórsá, Gljúfurleitarfossi og Dynk. Gljúfurleitarfoss er framan við Geldingatanga, þar sem Þjórsá fellur í einu lagi af 28 metra háum stalli. Því er Gljúfurleitarfoss einn af stærstu fossum landsins. Dynkur er suðaustanundir Kóngsás, 38 metra hár og er í raun margir fossar. Hann telja sumir einn fegursta foss landsins, ef hann er skoðaður hérna megin Þjórsár.Hann fellur fram af mörgum stöllum. Frá Bjarnalækjarbotnum er hægt að fara niður að þriðja fossinum í Þjórsá, Kjálkaversfossi.

Förum frá skálanum í Gljúfurleit norðvestur frá skálanum upp á jeppaveg og fylgjum honum alla leið í Bjarnalækjarbotna. Eftir rúma fimm kílómetra komum við að jeppaslóð niður að Gljúfurleitarfossi í Þjórsá. Áfram förum við norðaustur Innri-Hnappöldu. Öðrum fimm kílómetrum ofar er hægt að fara um Kóngsás niður að fossinum Dynk í Þjórsá. Einnig er hægt að fara alla þessa leið eftir reiðslóðum nær Þjórsá og eiga þá styttri afleggjara að fossunum. Næst komum við á jeppaslóðinni að Dalsá og fylgjum henni tvo kílómetra norður að vaði. Þar fyrir norðaustan er Flóamannaalda. Slóðin liggur suðaustan undir henni að skálanum í Bjarnalækjarbotnum, í 550 metra hæð.

17,2 km
Árnessýsla

Skálar:
Gljúfurleit: N64 17.751 W19 20.901.
Bjarnalækjarbotnar: N64 24.833 W19 09.826.

Nálægir ferlar: Fjórðungssandur.
Nálægar leiðir: Skúmstungur, Tjarnarver, Rjúpnafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Kóngsás 1

Frá skálanum í Gljúfurleit að skálanum í Bjarnalækjarbotnum.

Þetta er vörðuð leið frá fornu fari og Vörðuvinafélagið hefur endurreist vörðurnar.

Þetta er fögur reiðleið upp með Þjórsá vestanverðri, hluti hins forna Sprengisandsvegar. Leiðin er vörðuð og hafa vörðurnar verið endurnýjaðar. Hún liggur fjarri jeppaslóðinni. Á tveimur stöðum liggja þverslóðir niður að fossum í Þjórsá, Gljúfurleitarfossi og Dynk. Gljúfurleitarfoss er framan við Geldingatanga, þar sem Þjórsá fellur í einu lagi af 28 metra háum stalli. Því er Gljúfurleitarfoss einn af stærstu fossum landsins. Dynkur er suðaustanundir Kóngsás, 38 metra hár og er í raun margir fossar. Hann telja sumir einn fegursta foss landsins, ef hann er skoðaður hérna megin Þjórsár. Hann fellur fram af mörgum stöllum. Frá Bjarnalækjarbotnum er hægt að fara niður að þriðja fossinum í Þjórsá, Kjálkaversfossi.

Förum frá skálanum í Gljúfurleit norðvestur frá skálanum upp á reiðslóð undir Lönguhlíð, sem er hluti hins forna Sprengisandsvegar. Einnig má fara nær Þjórsá. Við fylgjum Sprengisandsvegi til norðurs alla leið í Bjarnalækjarbotna á Gnúpverjaafrétt. Eftir rúma fimm kílómetra komum við að jeppaslóð niður að Gljúfurleitarfossi í Þjórsá, 1-2 kílómetra leið. Áfram förum við norðaustur Innri-Hnappöldu. Öðrum fimm kílómetrum ofar er farið niður að fossinum Dynk í Þjórsá. Það er um þriggja kílómetra leið. Einnig er hægt að fara alla þessa leið miklu nær Þjórsá og eiga þá styttri afleggjara að fossunum. Næst förum við upp á Kóngsás og komum að Fellakvísl / Dalsá. Þar fyrir norðan er Styttri-Norðurleit og þaðan má fara niður að Hvanngiljafossi í Þjórsá. Af Digruöldu er farið út af Sprengisandsleið og haldið um einn kílómetra til norðvesturs, unz komið er að skálanum í Bjarnalækjarbotnum, í 550 metra hæð.

19,4 km
Árnessýsla

Skálar:
Gljúfurleit: N64 17.751 W19 20.901.
Bjarnalækjarbotnar: N64 24.833 W19 09.826.

Nálægir ferlar: Fjórðungssandur.
Nálægar leiðir: Skúmstungur, Rjúpnafell.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Vörðuvinafélagið

Klettur

Frá Ásólfsstöðum í Þjórsárdal um fjallaskálann Klett að sundlauginni í Þjórsárdal.

Byrjum á skógarstígnum í Ásólfsstaðaskógi norðan Ásólfsstaða. Förum norður eftir stígnum. Við förum norðaustur að Mosfelli vestanverðu og síðan áfram norðnorðaustur með fjallinu að fjallaskálanum Kletti. Við förum á jeppaslóð frá Kletti suðaustur í skarðið norðan við Reykholt og síðan með Reykholti að austanverðu að sundlauginni í Þjórsárdal.

8,1 km
Árnessýsla

Skálar:
Klettur: N64 10.872 W19 52.287.

Nálægar leiðir: Ásólfsstaðir, Kista.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Andreas Bergmann

Klakkver

Frá Rjúpnafells- og Öræfatunguleiðum eftir jeppaslóð í fjallaskálann Klakk undir Kerlingarfjöllum.

Förum frá jeppaslóð sunnan undir Stóra-Leppi, þar sem hún mætir reiðslóðunum Rjúpafellsleið og Öræfatungu. Förum til norðausturs milli Stóra-Lepps að vestan og Litla-Lepps að austan og er sá síðarnefndi mun hærii. Leiðin er nokkuð bein að fjallaskálanum Klakki sunnan við fjallið Klakk í Kerlingarfjöllum. Þaðan liggur leið áfram að Setrinu undir Hofsjökli.

10,2 km
Árnessýsla

Jeppafært

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH

Klakkur

Frá Leppistungum í Setrið á Hreppaafréttum.

Frábært útsýni er á leiðinni fram til Kerlingarfjalla. Við fylgjum þungri og seinfærri jeppaslóð, en hér eru engin erfið vöð á leiðinni. Helzt er það Kisubotnar, þegar komið er austur fyrir Kerlingarfjöll. Fjallaskálinn sunnan undir Klakki er milli upptakalækja Draugakvíslar .

Förum frá Leppistungum. Þaðan getum við fylgt jeppaslóð tll suðurs að þverleið til austurs og síðan norður í átt til Kerlingarfjalla. Við getum líka stytt okkur leið með því að fara frá skálanum þvert til austurs með suðurhlíðum Stóra-Leppis og norðan við Fúlá, unz við komum að áðurnefndri slóð tl norðurs. Fylgjum henni í sveigjum og bylgjum. Fyrst milli Stóra-Leppis að vestanverðu og Litla-Leppis að austanverðu og síðan norðaustur yfir Klakksöldu að fjallaskálanum Klakki undir Kerlingarfjöllum. Frá skálanum áfram, fyrst suður fyrir Rauðkolla og síðan norðaustur með kollunum og austan við Kisubotnahnúka. Loks norðaustur um Setuhraun að fjallaskálanum Setrinu undir Hofsjökli.

27,8 km
Árnessýsla

Skálar:
Leppistungur: N64 31.933 W19 29.046.
Klakkur: N64 34.026 W19 16.423.
Setrið: N64 36.903 W19 01.165.

Nálægir ferlar: Miklumýrar, Fitjaásar, Hrunamannaafréttur, Illahraun, Fjórðungssandur.
Nálægar leiðir: Arnarfell, Sandá, Leirá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort

Kjalvegur

Sjá texta um einstakar leiðir á Kjalvegi.

Á Sturlungaöld var Kjölur almannaleið og fóru menn þar stundum um með stóra herflokka. 1199: Þorgrímur alikarl Vigfússon ríður norður Kjöl í Skagafjörð.
1208: Þorvaldur Gissurarson ríður norður Kjöl til stuðnings Kolbeini Tumasyni, en sneri við, þegar hann frétti fall Kolbeins.
1238: Kolbeinn ungi Arnórsson og Einar Þorvaldsson funda á Kili.
1238: Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi ríða með 1100 manns norður Kjöl til Örlygsstaðabardaga.
1241: Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi funda á Kili.
1248: Þórður kakali fer suður Kjöl og tekur þar ríki Gissurar.
1250: Ögmundur Helgason fer suður Kjöl í umboði Þórðar kakala.
1257: Þorgils skarði Böðvarsson ríður norður Kjöl og dreymir í Hvinverjadal um andlát sitt.
1264: Gissur Þorvaldsson ríður suður Kjöl til átaka við Oddaverja.

Við vitum ekki nákvæmlega, hvaða leið Gissur og Kolbeinn riðu norður Kjöl.
Björn Gunnlaugsson sýnir leið á kortinu frá 1849 á svipuðum slóðum og núverandi bílvegur. Ég gef mér hins vegar, að 1500 manns á hestum hafi valið að fara gróðursælli leið, fyrst austan Hvítár og síðan í skjóli Langjökuls. Fyrst upp Tungufellsdal og áfram austan við Hvítá um Harðavöll, Svínárnes og Grjótártungu og yfir Jökulfall þar sem það rennur í Hvítá norðan Bláfells. Svo upp með Fúlukvísl í Þjófadali og þaðan um Hvinverjadali á Hveravelli. Loks yfir Blöndukvíslar að Blöndulóni austanverðu og yfir Heiðarhaus niður í Mælifellsdal og yfir Héraðsvötn gegnt Sólheimum í Akrahreppi. Hafi þeir farið vestan Hvítár, er leið þeirra lýst eftir dagleiðum nútímans: Fremstaver, Hvítárvatn, Þjófadalir, Guðlaugstungur, Haugakvísl, Mælifellsdalur, Héraðsvötn. Samanlagt er þetta ein ljúfasta leið hestamanna nútímans, góðar moldargötur langleiðina frá Fremstaveri yfir í Galtará.

35,7 km
Árnessýsla, Húnavatnssýslur

Nálægir ferlar: Fagridalur, Hrunamannaafréttur.
Nálægar leiðir: Tungufellsdalur, Harðivöllur, Svínárnes, Sandá, Grjótá, Grjótártunga.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Kjalfellsleið

Frá Múla við Fúlukvísl norður Kjalhraun að Hveravöllum.

Kunn er harmsaga Reynistaðarbræðra og förunauta þeirra. Þeir urðu úti á Kjalvegi árið 1780. Beinhóll er kenndur við beinaleifar af sauðfé og hestum þeirra. Á hólnum er minnisvarði um þá. Látið beinaleifarnar liggja óhreyfðar. Grettishellir er 2 km sunnan Rjúpnafells, stór hraunhóll með mörgum vörðum. Í honum er hellir, opinn í báða enda, nefndur Grettishellir. Ekki er vitað, hvort Grettir var þar.

Förum frá hestarétt hjá Múla við Fúlukvísl í norðausturátt, austur fyrir Kjalfell, þaðan sem leiðin er vörðuð. Síðan með fellinu að austanverðu og áfram norður um Beinhól og Grettishelli og vestan við Rjúpnafell. Á veg 35 sunnan við Þúfunefsfell, með honum vestur að Hveravöllum.

7,5 km
Árnessýsla

Skálar:
Hveravellir : N64 51.960 W19 33.260.
Hveravellir eldri: N64 52.013 W19 33.756.

Nálægir ferlar: Þjófadalir, Stélbrattur, Guðlaugstungur, Jökulfall.
Nálægar leiðir: Svartárbotnar, Krákur, Ingólfsskáli.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort

Kista

Frá fjallaskálanum í Kletti um Kistu að fjallaskálanum í Hallarmúla.

Betra er að fara frá Kletti upp á Kistu, því að í þá áttina er greinileg gatan upp fjallið.

Förum frá fjallaskálanum í Kletti eftir reiðslóð upp brekkuna norðvestur á Kistu. Þar uppi erum við í tæplega 500 metra hæð. Þaðan vestur í fjallaskálann í Hallarmúla.

6,1 km
Árnessýsla

Skálar:
Klettur: N64 10.872 W19 52.287.
Hallarmúli: N64 11.879 W19 58.877.

Nálægir ferlar: Hallarmúli, Sultarfit.
Nálægar leiðir: Klettur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Birkir Þrastarson

Kaldbakur-Laxárdalur

Reiðslóð Íshesta á Gullna hring þeirra frá Gullfossi og Geysi að hestabýlinu Fossnesi. Frá Laxárdal að Fossnesi er riðið með þjóðvegi. Á Kaldbak er gistihólf, traust skiptigerði og hnakkageymsla fyrir ferðahesta.

Förum frá gerði við hesthúsbragga neðan við bæjarhús á Kaldbak eftir dráttarvélaslóð upp í ásana mlli Kaldbaks og Stóru-Laxár, Heimriháls og Eystriháls. Milli þeirra er fellið Viðtali á hægri hönd. Við komum niður á Leirur við fjárhús frá Kaldbak í Stekkatúni. Við förum slóðina áfram um Leirur og um hlið á heimagirðingu. Handan þess er reiðslóð um Innra-Einarsholt austan Kaldbaksvatns. Slóðin skiptist austan vatnsins og við förum þverslóð niður brekkuna að Kaldbaksvaði á Stóru-Laxá. Handan vaðsins förum við upp á veiðiveg og förum hann suður í Laxárdal.

12,2 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Kaldbakur, Kaldbaksland, Kaldbaksvað, Fagridalur, Laxárgljúfur, Fjallmannaleið, Laxárdalsvað.
Nálægar leiðir: Stóra-Laxá, Hlíðarfjall, Illaver, Skáldabúður, Fossnes, Hamarsheiði, Þjórsárholt.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Kaldbakur-Fossnes

Reiðslóð Íshesta á Gullna hring þeirra frá Gullfossi og Geysi að hestabýlinu Fossnesi. Á Kaldbak er gistihólf, traust skiptigerði og hnakkageymsla fyrir ferðahesta. Í Fossnesi er gisting fyrir hestaferðamenn og hesta þeirra.

Förum frá hesthúsbragga neðan við bæjarhús á Kaldbak eftir dráttarvélaslóð upp í ásana mlli Kaldbaks og Stóru-Laxár, Heimriháls og Eystriháls. Milli þeirra er fellið Viðtali á hægri hönd. Við komum niður á Leirur við fjárhús frá Kaldbak í Stekkatúni. Við förum slóðina áfram um Leirur og um hlið á heimagirðingu. Handan þess er reiðslóð um Innra-Einarsholt austan Kaldbaksvatns. Slóðin skiptist austan vatnsins og við förum þverslóð niður brekkuna að Kaldbaksvaði á Stóru-Laxá. Handan vaðsins förum við upp á veiðiveg og förum hann suður í Laxárdal. Þar tekur við þjóðvegur 329 og fylgjum við honum til suðurs framhjá Skáldabúðum að Minni-Mástungu í Gnúpverjahreppi. Þaðan er stutt leið með vegi, fyrst suður með þjóðvegi 329 og síðan með þjóðvegi 325 austur að Fossnesi.

23,2 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Kaldbakur, Kaldbaksland, Kaldbaksvað, Fagridalur, Laxárgljúfur, Fjallmannaleið, Laxárdalsvað.
Nálægar leiðir: Stóra-Laxá, Hlíðarfjall, Illaver, Skáldabúður, Fossnes, Hamarsheiði, Þjórsárholt, Þjófagil, Ásólfsstaðir.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Kaldbaksvað

Frá Kaldbak að Mástungu í Hreppum.

Hefðbundin reiðslóð yfir í Gnúpvejahrepp, mlli Kaldbaks og Mástungu. Íshestar nota þessa leið á Gullna hringnum um uppsveitir Árnessýslu, Geysi og Gullfoss. Á Kaldbak er gistihólf, traust skiptigerði og hnakkageymsla fyrir ferðahesta.

Förum frá gerði við hesthúsbragga neðan við bæjarhús á Kaldbak eftir dráttarvélaslóð upp í ásana milli Kaldbaks og Stóru-Laxár, Heimriháls og Eystriháls. Milli þeirra er fellið Viðtali á hægri hönd. Við komum niður á Leirur við fjárhús frá Kaldbak í Stekkatúni. Við förum slóðina áfram um Leirur og um hlið á heimagirðingu. Handan þess er reiðslóð um Innra-Einarsholt austan Kaldbaksvatns. Slóðin skiptist austan vatnsins. Önnur liggur bein áfram í Hrunakrók, en við förum þverslóð niður brekkuna að Kaldbaksvaði á Stóru-Laxá. Handan vaðsins förum við upp á veiðiveg og förum hann suður í Laxárdal. Þar tekur við þjóðvegur 329 og fylgjum við honum til suðurs framhjá Skáldabúðum að Minni-Mástungu.

16,8 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Kaldbakur, Kaldbaksland, Fagridalur, Laxárgljúfur, Fjallmannaleið, Laxárdalsvað.
Nálægar leiðir: Stóra-Laxá, Hlíðarfjall, Illaver, Skáldabúður, Fossnes, Hamarsheiði, Þjórsárholt.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson

Kaldbaksland

Sportleið umhverfis Kaldbaksfjall, öll í landi Kaldbaks.

Stuttur hvíldardagur fyrir þá, sem eru á leið í eða úr Helgaskála eða Hallarmúla, Gnúpverjahreppi eða Biskupstungum. Frá Kaldbak förum við Fjallmannaleið að Hrossatungum, þaðan niður brekkur að Stóru-Laxá og til baka slóðina milli Hrunakróks og Kaldbaks. Öll þessi leið er gróin. Á Kaldbak er gistihólf, traust skiptigerði og hnakkageymsla fyrir ferðahesta, mikið notað af Íshestum.

Förum frá hlaðinu á Kaldbak um hlið í heimahagann umhverfis Bæjarás. Með girðingu í átt að Kaldbaksfjalli, síðan um hlið á girðingu upp í úthagann. Þaðan norðaustur með Hömrum, austur og upp í Skál, svo austur í Hrossatungur, þar sem við sveigjum austur fyrir Kaldbaksfjall. Þar förum við niður Hrísaás fyrir vestan Þverárgljúfur niður á slóðina milli Hrunakróks og Kaldbaks. Hún liggur milli Stóru-Laxár og Kaldbaksfjalls, undir Tjaldbúð og yfir Skúlahvamm. Þar liggur þverslóð af leiðinni niður að Stóru-Laxá og yfir hana á Kaldbaksvaði. Við förum hins vegar beint áfram upp endann á Innra-Einarsholti austan Kaldbaksvatns, síðan yfir Stekkatúnsmýri neðan við beitarhús frá Kaldbaki, þar sem áður var eyðibýlið Kaldbakshrísar. Áfram yfir Tjarnarflóð að svo dráttarvélaslóð yfir hálsana milli Stóru-Laxár og Kaldbaks. Fyrst förum við Eystriháls og síðan Heimriháls. Ofan af honum sjáum við yfir Skyrflöt niður að bæjarhúsum á Kaldbak.

10,4 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Kaldbakur, Kaldbaksvað, Fagridalur, Laxárgljúfur, Fjallmannaleið.
Nálægar leiðir: Laxárdalsvað, Stóra-Laxá.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson