Kista

Frá fjallaskálanum í Kletti um Kistu að fjallaskálanum í Hallarmúla.

Betra er að fara frá Kletti upp á Kistu, því að í þá áttina er greinileg gatan upp fjallið.

Förum frá fjallaskálanum í Kletti eftir reiðslóð upp brekkuna norðvestur á Kistu. Þar uppi erum við í tæplega 500 metra hæð. Þaðan vestur í fjallaskálann í Hallarmúla.

6,1 km
Árnessýsla

Skálar:
Klettur: N64 10.872 W19 52.287.
Hallarmúli: N64 11.879 W19 58.877.

Nálægir ferlar: Hallarmúli, Sultarfit.
Nálægar leiðir: Klettur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Birkir Þrastarson