Kaldbakur-Laxárdalur

Reiðslóð Íshesta á Gullna hring þeirra frá Gullfossi og Geysi að hestabýlinu Fossnesi. Frá Laxárdal að Fossnesi er riðið með þjóðvegi. Á Kaldbak er gistihólf, traust skiptigerði og hnakkageymsla fyrir ferðahesta.

Förum frá gerði við hesthúsbragga neðan við bæjarhús á Kaldbak eftir dráttarvélaslóð upp í ásana mlli Kaldbaks og Stóru-Laxár, Heimriháls og Eystriháls. Milli þeirra er fellið Viðtali á hægri hönd. Við komum niður á Leirur við fjárhús frá Kaldbak í Stekkatúni. Við förum slóðina áfram um Leirur og um hlið á heimagirðingu. Handan þess er reiðslóð um Innra-Einarsholt austan Kaldbaksvatns. Slóðin skiptist austan vatnsins og við förum þverslóð niður brekkuna að Kaldbaksvaði á Stóru-Laxá. Handan vaðsins förum við upp á veiðiveg og förum hann suður í Laxárdal.

12,2 km
Árnessýsla

Nálægir ferlar: Kaldbakur, Kaldbaksland, Kaldbaksvað, Fagridalur, Laxárgljúfur, Fjallmannaleið, Laxárdalsvað.
Nálægar leiðir: Stóra-Laxá, Hlíðarfjall, Illaver, Skáldabúður, Fossnes, Hamarsheiði, Þjórsárholt.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson