Þetta var hefðbundið, þegar viðmælandi er heimskur og getur ekki haft lygi og sannleika á lofti í einu. Sigmundur Davíð vanmat, hversu mikið blaðamennirnir vissu. Þegar þeir fóru að spyrja út í áður sagða lygi, vafðist honum tunga um tönn. Réð ekki við söguþráðinn. Þeir höfðu allt á hreinu. Þegar hann var kominn með allt niðrum sig, gat hann ekki tekið slaginn, heldur gekk út. Varð óvænt frægur í helztu fjölmiðlum heims. Ekki var það sú heimsfrægð og þau heimsmet, sem hann þráði. Málið var rétt að byrja og Sigmundur sleginn út í fyrstu lotu. Kannski veitir Erdoğan honum landvistarleyfi sem fórnardýri fréttafrelsis.
