Veikir borga fyrir veika

Punktar

Heilbrigðisráðherra segist lina gífurlegan kostnað af sjúkraþjónustu. Vill gera það á kostnað þeirra sjúklinga, sem minna eru veikir. Minna veikir borgi fyrir meira veika. Ekki þannig, að heilbrigðir borgi fyrir veika, sem er grundvöllur vestrænnar velferðar. Stjórnin vill ekki sætta sig við að þurfa að endurheimta auðlegðarskatt og koma á fullri auðlindarentu. Hún telur hlutverk sitt vera að gæta hagsmuna þjóðareigenda, auðgreifanna. Í beinni andstöðu við þjóðarviljann, sem í skoðanakönnum styður velferðina, einkum ókeypis sjúkraþjónustu. Kristján Þór Júlíusson reynir að valda sem mestum skemmdum fyrir lok kjörtímabilsins.